Hope Solo: Karlremban er rótgróin innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 11:00 Hope Solo er einn besti markvörður sögunnar. Getty/Mike Ehrmann Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira