Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 10:54 Tvennt lést í brunanum á Selfossi. Vísir/EgillA Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira