Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Spánn 32-31| HM draumurinn er úti þrátt fyrir sigur í kvöld Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. júní 2019 22:15 Karen Knútsdóttir í baráttunni í kvöld vísir/vilhelm HM draumurinn er úti hjá íslenska kvenna landsliðinu þrátt fyrir sigur gegn Spánverjum í kvöld. Ísland vann eins marks sigur, 32-31 en það voru Spánverjar sem leiddu með tveimur mörkum í hálfleik 13-15 Spánverjar byrjuðu leikinn betur en Ísland náði síðan inn góðum kafla og jafnaði leikinn í 5-5. Ísland átti góðan kafla um miðbik fyrri háfleiks en náði aldrei almennum tökum á gestunum sem stjórnuðu leiknum. Spánn kastaði frá sér ótal boltum í fyrri hálfleik og bauð þar okkar stelpum í hraðar sóknir en það vantaði uppá nýtingu þeirra færa líkt og í síðasta leik og leiddu Spánverjar að fyrri hálfleik loknum með tveimur mörkum, 13-15. Íslandi mætti ákveðið út í síðari hálfleikinn og náðu fljótlega tökum á leiknum. Rut Jónsdóttir kom ógnasterk inn, skoraði fyrstu tvö mörkin og lagði þar línurnar fyrir sóknarleikinn. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náðu íslensku stelpurnar forystunni í fyrsta sinn í leiknum, 22-21. Ísland hafði tökin á leiknum það sem eftir lifði leiks, Spánn náði þó forskoti í stöðunni 27-28 en okkar konur snéru því við og unnu að lokum eins marks sigur á sterku liði Spánverja, 32-31 Af hverju vann Ísland? Frábær liðsheild sem íslenska liðið sýndi í dag kom þeim í gegnum þennan leik og skilaði þeim sigri. Eftir erfiðan fyrri hálfleik þar sem Spánn hafði undirtökin á leiknum þá átti Ísland síðari hálfleikinn og uppskar eftir því. Sóknarleikur íslenska liðsins var mjög góður allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr?Karen Knútsdóttir og Rut Jónsdóttir stjórnuðu sóknarleiknum vel og voru alltaf ógnandi en þær Arna Sif Pálsdóttir og Sigríður Hauksdóttir voru markahæstar í liði Íslands, Arna Sif með 8 mörk, þar af þrjú af vítalínunni en Sigríður með 7 mörk úr horninu. Hvað gekk illa? Það vantaði töluvert uppá markvörsluna hjá íslenska liðinu í dag en varnarleikurinn var einnig mjög slakur á köflum. Vörnin þétti vel inná miðjuna og gaf þar hornamönnum spænska liðsins mikið pláss sem þær nýttu sér hvað eftir annað. Steinunn: Það vantaði aðeins meiri trú„Maður er á báðum áttum eftir þennan leik“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins eftir sigurinn á Spáni í kvöld „Að sjálfsögðu göngum við stoltar frá þessum leik en það er samt svo erfitt því að við vildum meira. Maður er á báðum áttum, stoltur eða svekktur, auðvitað erum við líka svekktar.“ Ísland tapaði með 9 mörkum ytra svo sigurinn í kvöld gefur þeim ekkert nema stoltið. Steinunn segir að liðið hafi mætt vel undirbúið til leiks, að leikplanið hafi gengið upp og að með örlítið meiri trú hefðu þær vel getað unnið stórsigur í kvöld „Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi, vorum tveimur mörkum undir í hálfleik sem var ekkert endilega sanngjarnt en mér fannst við alveg með þær í seinni hálfleik. Mér líka leið allt öðruvísi í dag heldur enn nokkurntímann í leiknum úti. Við vorum vel undirbúnar, við vissum alveg hvað þær myndu gera, vorum búnar að kortleggja þær vel og ætluðum okkur sigur en auðvitað ætluðum við okkur stærri sigur en þetta“ „Leikplanið gekk vel en við ætluðum að keyra aðeins meira á þær og skora meira úr hröðum sóknum. Þetta var hraður leikur og það var mikið skorað. Ef við hefðum bara fengið aðeins meiri trú á verkefninu þá hefðum við kannski náð meiri forystu“ Ísland náði mest tveggja marka forystu en Steinunn segir að með meiri hraða og aðeins meiri trú hefðu þær getað náð meiri forystu og tekið þær úr sambandi “Við vorum komnar tveimur mörkum yfir, við hefðum getað náð kannski fjórum mörkum og þá hefði komið meiri skjálfti í þær. Ég fann það alveg að þær voru orðnar hræddar þarna um miðjan seinni hálfleik“ sagði Steinunn Steinunn segir það alveg hafa verið raunhæft markmið að vinna Spánverja með 10 mörkum í dag og að það hafi marg sýnt sig að það getur allt gerst í íþróttum. Fyrri hálfleikurinn ytra varð þeim algjörlega að falli í þessu einvígi „Það getur allt gerst og við höfum alveg séð dæmi þess að slíkt hafi gerst. Auðvitað var þetta erfitt verkefni þar sem Spánn er eitt af topp 10 liðum í heiminum og það sást alveg í dag að við höfðum trú á þessu verkefni. Þessi fyrrihálfleikur á Spáni situr bara í okkur og það sást í dag að það var bara slys hjá okkur en ekki yfirburðir hjá þeim.“ sagði Steinunn að lokum Axel Stefánsson landsliðsþjálfari.Axel: Ánægður að vinna þjóð í þessum gæðaflokkiÞjálfari íslenska kvenna landsliðsins, Axel Stefánsson, var fyrst og fremst stoltur af frammistöðu stelpnanna eftir sigurinn á Spáni í kvöld. „Í fyrsta lagi er ég nátturlega rosalega sáttur með sigurinn á Spánverjum. Þetta er frábært lið sem við erum að mæta hérna og frábært að vinna þær“ „Frammistaðan í leiknum var mjög góð, sérstaklega sóknarleikurinn. Sóknarleikurinn var virkilega góður allan leikinn en það eru síðan ákveðin atriði varnarlega sem við hefðum þurft að bæta og svo hefðum við þurft að fá fleiri varða bolta“ Axel er sammála því að það séu lítil atriði hér og þar sem hefðu skipt máli í kvöld og segir hann að það séu hraðaupphlaup og víti sem telja að lokum. Hann segir að þessi hluti þurfi að klára í þessum alþjóðabolta og að þegar það komi fari liðið að taka næstu skref áfram „Það var líka kafli í síðari hálfleik þar sem við hefðum getað komist í þrjú mörk en það er kannski svolítið reynsluleysi að klára það ekki, þá hefði þetta kannski orðið meiri leikur.“ „Fyrst og fremst er ég rosalega ánægður með það að við vinnum þjóð í þessum gæðaflokki. Það er langt síðan við höfum gert það og það sýnir að við erum á réttri leið.“ „Við vissum að það yrði erfitt að vinna með 9 mörkum en við allavega reyndum og frammistaðan var mjög góð. Það er það sem skipti mestu máli, það gekk ekki að vinna með 9 og þess vegna verður þetta kannski smá blendið núna“ sagði Axel að lokum Íslenski handboltinn
HM draumurinn er úti hjá íslenska kvenna landsliðinu þrátt fyrir sigur gegn Spánverjum í kvöld. Ísland vann eins marks sigur, 32-31 en það voru Spánverjar sem leiddu með tveimur mörkum í hálfleik 13-15 Spánverjar byrjuðu leikinn betur en Ísland náði síðan inn góðum kafla og jafnaði leikinn í 5-5. Ísland átti góðan kafla um miðbik fyrri háfleiks en náði aldrei almennum tökum á gestunum sem stjórnuðu leiknum. Spánn kastaði frá sér ótal boltum í fyrri hálfleik og bauð þar okkar stelpum í hraðar sóknir en það vantaði uppá nýtingu þeirra færa líkt og í síðasta leik og leiddu Spánverjar að fyrri hálfleik loknum með tveimur mörkum, 13-15. Íslandi mætti ákveðið út í síðari hálfleikinn og náðu fljótlega tökum á leiknum. Rut Jónsdóttir kom ógnasterk inn, skoraði fyrstu tvö mörkin og lagði þar línurnar fyrir sóknarleikinn. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum náðu íslensku stelpurnar forystunni í fyrsta sinn í leiknum, 22-21. Ísland hafði tökin á leiknum það sem eftir lifði leiks, Spánn náði þó forskoti í stöðunni 27-28 en okkar konur snéru því við og unnu að lokum eins marks sigur á sterku liði Spánverja, 32-31 Af hverju vann Ísland? Frábær liðsheild sem íslenska liðið sýndi í dag kom þeim í gegnum þennan leik og skilaði þeim sigri. Eftir erfiðan fyrri hálfleik þar sem Spánn hafði undirtökin á leiknum þá átti Ísland síðari hálfleikinn og uppskar eftir því. Sóknarleikur íslenska liðsins var mjög góður allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr?Karen Knútsdóttir og Rut Jónsdóttir stjórnuðu sóknarleiknum vel og voru alltaf ógnandi en þær Arna Sif Pálsdóttir og Sigríður Hauksdóttir voru markahæstar í liði Íslands, Arna Sif með 8 mörk, þar af þrjú af vítalínunni en Sigríður með 7 mörk úr horninu. Hvað gekk illa? Það vantaði töluvert uppá markvörsluna hjá íslenska liðinu í dag en varnarleikurinn var einnig mjög slakur á köflum. Vörnin þétti vel inná miðjuna og gaf þar hornamönnum spænska liðsins mikið pláss sem þær nýttu sér hvað eftir annað. Steinunn: Það vantaði aðeins meiri trú„Maður er á báðum áttum eftir þennan leik“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins eftir sigurinn á Spáni í kvöld „Að sjálfsögðu göngum við stoltar frá þessum leik en það er samt svo erfitt því að við vildum meira. Maður er á báðum áttum, stoltur eða svekktur, auðvitað erum við líka svekktar.“ Ísland tapaði með 9 mörkum ytra svo sigurinn í kvöld gefur þeim ekkert nema stoltið. Steinunn segir að liðið hafi mætt vel undirbúið til leiks, að leikplanið hafi gengið upp og að með örlítið meiri trú hefðu þær vel getað unnið stórsigur í kvöld „Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi, vorum tveimur mörkum undir í hálfleik sem var ekkert endilega sanngjarnt en mér fannst við alveg með þær í seinni hálfleik. Mér líka leið allt öðruvísi í dag heldur enn nokkurntímann í leiknum úti. Við vorum vel undirbúnar, við vissum alveg hvað þær myndu gera, vorum búnar að kortleggja þær vel og ætluðum okkur sigur en auðvitað ætluðum við okkur stærri sigur en þetta“ „Leikplanið gekk vel en við ætluðum að keyra aðeins meira á þær og skora meira úr hröðum sóknum. Þetta var hraður leikur og það var mikið skorað. Ef við hefðum bara fengið aðeins meiri trú á verkefninu þá hefðum við kannski náð meiri forystu“ Ísland náði mest tveggja marka forystu en Steinunn segir að með meiri hraða og aðeins meiri trú hefðu þær getað náð meiri forystu og tekið þær úr sambandi “Við vorum komnar tveimur mörkum yfir, við hefðum getað náð kannski fjórum mörkum og þá hefði komið meiri skjálfti í þær. Ég fann það alveg að þær voru orðnar hræddar þarna um miðjan seinni hálfleik“ sagði Steinunn Steinunn segir það alveg hafa verið raunhæft markmið að vinna Spánverja með 10 mörkum í dag og að það hafi marg sýnt sig að það getur allt gerst í íþróttum. Fyrri hálfleikurinn ytra varð þeim algjörlega að falli í þessu einvígi „Það getur allt gerst og við höfum alveg séð dæmi þess að slíkt hafi gerst. Auðvitað var þetta erfitt verkefni þar sem Spánn er eitt af topp 10 liðum í heiminum og það sást alveg í dag að við höfðum trú á þessu verkefni. Þessi fyrrihálfleikur á Spáni situr bara í okkur og það sást í dag að það var bara slys hjá okkur en ekki yfirburðir hjá þeim.“ sagði Steinunn að lokum Axel Stefánsson landsliðsþjálfari.Axel: Ánægður að vinna þjóð í þessum gæðaflokkiÞjálfari íslenska kvenna landsliðsins, Axel Stefánsson, var fyrst og fremst stoltur af frammistöðu stelpnanna eftir sigurinn á Spáni í kvöld. „Í fyrsta lagi er ég nátturlega rosalega sáttur með sigurinn á Spánverjum. Þetta er frábært lið sem við erum að mæta hérna og frábært að vinna þær“ „Frammistaðan í leiknum var mjög góð, sérstaklega sóknarleikurinn. Sóknarleikurinn var virkilega góður allan leikinn en það eru síðan ákveðin atriði varnarlega sem við hefðum þurft að bæta og svo hefðum við þurft að fá fleiri varða bolta“ Axel er sammála því að það séu lítil atriði hér og þar sem hefðu skipt máli í kvöld og segir hann að það séu hraðaupphlaup og víti sem telja að lokum. Hann segir að þessi hluti þurfi að klára í þessum alþjóðabolta og að þegar það komi fari liðið að taka næstu skref áfram „Það var líka kafli í síðari hálfleik þar sem við hefðum getað komist í þrjú mörk en það er kannski svolítið reynsluleysi að klára það ekki, þá hefði þetta kannski orðið meiri leikur.“ „Fyrst og fremst er ég rosalega ánægður með það að við vinnum þjóð í þessum gæðaflokki. Það er langt síðan við höfum gert það og það sýnir að við erum á réttri leið.“ „Við vissum að það yrði erfitt að vinna með 9 mörkum en við allavega reyndum og frammistaðan var mjög góð. Það er það sem skipti mestu máli, það gekk ekki að vinna með 9 og þess vegna verður þetta kannski smá blendið núna“ sagði Axel að lokum
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti