Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2019 22:07 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. Vísir/Vilhelm Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, hefur sent þremur íslenskum ráðherrum, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara formlega fyrirspurn vegna meintrar aðstoðar íslenskra yfirvalda við bandaríska lögreglumenn og saksóknara vegna rannsóknarinnar á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Kristinn birti bréfið á Facebook-síðu sinni í kvöld. Í bréfinu segist hann hafa heimildir fyrir því að íslensk yfirvöld hafi veitt bandarískum erindrekum frá bandarísku alríkislögreglunni (FBI) og saksóknurum frá dómsmálaráðuneytinu aðstoð við sakarannsókn sem beinist gegn WikiLeaks og Assange. „Fullyrt er að hingað til lands hafi komið tveir fulltrúar frá þessum embættum 6. maí síðastliðinn og átt í samskiptum við Ríkislögreglustjórann og embætti Ríkissaksóknara sem mér er sagt að hafi haft milligöngu um samningsgerð við Sigurð Inga Þórðarson um að hann bæri vitni í téðri sakarannsókn gegn fullvissu um eigin friðhelgi. Fylgir sögunni að íslensk embætti hafi haft milligöngu um að útvega Sigurði lögmann til að gæta hans hagsmuna,“ segir í bréfinu en umræddur Sigurður, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, var í september árið 2015 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Heimildir Kristins herma að Sigurður hafi í kjölfarið haldið til Bandaríkjanna í 27. maí og dvalið þar til 1. Júní og gefið vitnisburð sinn sem innlegg í sakarannsóknina sem er rekin fyrir hópi kviðdómenda, svokölluðum „Grand Jury“ í Virginíuríki. „Þar sem staðfest er að ég hef um árabil verið viðfang þessarar sakarannsóknar, svo og tveir af mínum fyrrverandi og núverandi samstarfsfélögum (Sarah Harrison og Joseph Farrell), auk þess sem mögulegt er að fleiri Íslendingar en ég dragist í net þessarar rannsóknar sem ber meiri blæ af pólitískum ofsóknum en sakarannsókn, og fyrir það að ég ritstýri WikiLeaks um þessar mundir, tel ég yður skylt að veita mér upplýsingar um þetta tilvik“. Kristinn spyr Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hvort hann eða ráðuneyti hans hefði vitneskju eða milligöngu um að þessir embættismenn kæmu til landsins í fyrrgreindum erindagjörðum. Hann spyr Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, hvort hún eða ráðuneyti hennar hefði haft vitneskju eða milligöngu um þessa aðstoð við hina erlendu sakarannsókn. Ríkislögreglustjóri er spurður á hvaða grunni embætti hans veitti umrædda aðstoð sem beinist gegn hagsmunum íslenskra ríkisborgara og þá spyr Kristinn ríkissaksóknara á hvaða lagagrunni aðstoðin byggi á. Þá spyr Kristinn Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hvort henni væri ljóst að ríkisstjórn í hennar nafni og embættismenn sem starfa undir hennar stjórn væru með þessum hætti að veita aðstoð sína við pólitíska aðgerð sem nú þegar væri fordæmd víða um heim sem ein versta aðför að frelsi fjölmiðla á síðari tímum Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Gæsluvarðhaldskröfu á hendur Assange hafnað Saksóknarar höfðu vonast til þess að fá Assange framseldan frá Bretlandi. 3. júní 2019 18:06 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, hefur sent þremur íslenskum ráðherrum, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara formlega fyrirspurn vegna meintrar aðstoðar íslenskra yfirvalda við bandaríska lögreglumenn og saksóknara vegna rannsóknarinnar á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Kristinn birti bréfið á Facebook-síðu sinni í kvöld. Í bréfinu segist hann hafa heimildir fyrir því að íslensk yfirvöld hafi veitt bandarískum erindrekum frá bandarísku alríkislögreglunni (FBI) og saksóknurum frá dómsmálaráðuneytinu aðstoð við sakarannsókn sem beinist gegn WikiLeaks og Assange. „Fullyrt er að hingað til lands hafi komið tveir fulltrúar frá þessum embættum 6. maí síðastliðinn og átt í samskiptum við Ríkislögreglustjórann og embætti Ríkissaksóknara sem mér er sagt að hafi haft milligöngu um samningsgerð við Sigurð Inga Þórðarson um að hann bæri vitni í téðri sakarannsókn gegn fullvissu um eigin friðhelgi. Fylgir sögunni að íslensk embætti hafi haft milligöngu um að útvega Sigurði lögmann til að gæta hans hagsmuna,“ segir í bréfinu en umræddur Sigurður, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, var í september árið 2015 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Heimildir Kristins herma að Sigurður hafi í kjölfarið haldið til Bandaríkjanna í 27. maí og dvalið þar til 1. Júní og gefið vitnisburð sinn sem innlegg í sakarannsóknina sem er rekin fyrir hópi kviðdómenda, svokölluðum „Grand Jury“ í Virginíuríki. „Þar sem staðfest er að ég hef um árabil verið viðfang þessarar sakarannsóknar, svo og tveir af mínum fyrrverandi og núverandi samstarfsfélögum (Sarah Harrison og Joseph Farrell), auk þess sem mögulegt er að fleiri Íslendingar en ég dragist í net þessarar rannsóknar sem ber meiri blæ af pólitískum ofsóknum en sakarannsókn, og fyrir það að ég ritstýri WikiLeaks um þessar mundir, tel ég yður skylt að veita mér upplýsingar um þetta tilvik“. Kristinn spyr Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hvort hann eða ráðuneyti hans hefði vitneskju eða milligöngu um að þessir embættismenn kæmu til landsins í fyrrgreindum erindagjörðum. Hann spyr Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, hvort hún eða ráðuneyti hennar hefði haft vitneskju eða milligöngu um þessa aðstoð við hina erlendu sakarannsókn. Ríkislögreglustjóri er spurður á hvaða grunni embætti hans veitti umrædda aðstoð sem beinist gegn hagsmunum íslenskra ríkisborgara og þá spyr Kristinn ríkissaksóknara á hvaða lagagrunni aðstoðin byggi á. Þá spyr Kristinn Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hvort henni væri ljóst að ríkisstjórn í hennar nafni og embættismenn sem starfa undir hennar stjórn væru með þessum hætti að veita aðstoð sína við pólitíska aðgerð sem nú þegar væri fordæmd víða um heim sem ein versta aðför að frelsi fjölmiðla á síðari tímum
Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Gæsluvarðhaldskröfu á hendur Assange hafnað Saksóknarar höfðu vonast til þess að fá Assange framseldan frá Bretlandi. 3. júní 2019 18:06 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Gæsluvarðhaldskröfu á hendur Assange hafnað Saksóknarar höfðu vonast til þess að fá Assange framseldan frá Bretlandi. 3. júní 2019 18:06
Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07