Erlent

Sautján létust í rútuslysi í Dubai

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Dubai í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.
Dubai í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. getty/Artur Widak
Minnst 17 einstaklingar af mismunandi þjóðernum létust og nokkrir aðrir særðust eftir að rúta klessti á skilti í Dubai. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Um borð í rútunni voru 31 farþegi þegar slysið gerðist á Sheikh Mohammed bin Zayed veginum, sagði lögregla.

Rútubílstjórinn, sem er á sextugsaldri, er nú á sjúkrahúsi vegna smávægilegra áverka og er rannsókn hafin á málinu.

Á opinberum Twitter aðgangi lögreglunnar í Dubai sendu þau „innilegar samúðarkveðjur“ til fjölskyldna fórnarlambanna.  

„Stundum leiða minnstu mistök eða gáleysi í akstri bifreiðarinnar til alvarlegra afleiðinga,“ sagði Maj Gen Abdullah Khalifa Al-Marri, lögreglustjóri í Dubai.

 

Enn hefur engin orsök eða smáatriði verið tilgreind opinberlega um slysið. Fjölmiðlar í Dubai segja að rútan hafi sveigt til hliðanna til að forðast skilti sem tilgreindi hæðatakmörkun bifreiða en skiltið skarst í gegn um þakið á rútunni.

Indverska sendiráðið í Dubai hefur birt nöfnin á þeim átta Indverjum sem létust í slysinu og sagði að verið væri að hafa samband við fjölskyldur þeirra. Nokkrir aðrir Indverjar slösuðust.

Enn hafa nöfn hinna fórnarlambanna ekki verið birt.

Rútufyrirtækið Oman sem átti rútuna Tweetaði sínum „dýpstu samúðarkveðjum“ og tilkynnti að ferðum þeirra á milli Muscat og Dubai yrði frestað þar til síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×