Sneru dómi vegna deilna Smáralindar og Norðurturnsins um bílastæði Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 16:44 Norðurturninn hafði að lokum betur gegn Smáralind og Kópavogsbæ í þessu máli. Vísir/Hanna Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Landsréttur hefur snúið héraðsdómi í máli þar sem eigendur Norðurturnsins deildu við eigendur Smáralindar og Kópavogsbæ um samnýtingu bílastæða, fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt við byggingarnar í Kópavogi. Héraðsdómur Reykjaness hafði vísað kröfum eigenda Norðurturnsins frá dómi og dæmt þá til að greiða eigendum Smáralindar og Kópavogsbæ, hvorum um sig, þrjár milljónir króna í málskostnað. Eigendur Norðurturnsins höfðu krafist viðurkenningar á því að samkvæmt stofnskjali fyrir lóðirnar Hagasmára 1, Hagasmára 3 og Hagasmára 5, frá árinu 2008, hvíldu kvaðir á lóðunum um samnýtingu bílastæða, samnýtingu fráveitulagna og um gagnkvæman umferðarrétt og að sú kvöð veitti eigendum Norðurturnsins, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til nýtingar á bílastæðum á lóðinni við Hagasmára 1, þar sem verslunarmiðstöðin Smáralind stendur. Í dómi Landsréttar kom fram að sala á hluta lóðar forvera Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. árið 2007, að Hagasmára 1, hefði verið háð þeirri forsendu að Kópavogsbær samþykkti að lóðin yrði skilin frá lóðinni að Hagasmára 1 og að hún yrði skráð sem sérstök eign. Það hefði Kópavogsbær gert með útgáfu áðurgreinds stofnskjals frá árinu 2008. Var stofnskjalinu þinglýst á Hagasmára 1, eign Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., og þar tilgreint að nára tiltekið mæliblað væri hluti stofnskjalsins. Á mæliblaðinu kæmu fram þær kvaðir sem dómkrafa eigenda Norðurturnsins lyti að. Mat Landsréttar var því að það hefði verið hluti hins breytta stofnskjals, vegna lóðanna að Hagasmára 1, 3 og 5, að umþrættar kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og 3. Þá bæru þinglýsingarbætur þetta með sér. Jafnframt hefði Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. ekki getað verið grandlaust um þessar kvaðir. Að auki kæmu fram samningsatriði í lóðarleigusamningi um lóðina Hagasmára 3 sem bentu til þess að ætlun þeirra hefði verið að kvöðin um samnýtingu bílastæða væri gagnkvæm. Voru endanlegar dómkröfur eigenda Norðurturnsins því teknar til greina og Eignarhaldsfélag Smáralindar ehf. og Kópavogsbær dæmd til að greiða Norðurturninum ehf. óskipt samtals fjórar milljónir króna í málskostnað í héraði og Landsrétti.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira