Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Fylkir 1-3 | Fylkismenn afgreiddu Þróttara snemma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. maí 2019 21:45 Geoffrey Castillion spilaði vel fyrir Fylki í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigur Fylkis á Þrótti í 16 liða úrsiltum Mjólkurbikarsins í kvöld var fremur öruggur. Gestirnir úr Árbænum skoruðu tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungi leisksins og gerðu svo endanlega út um hann með þriðja markinu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þróttarar gáfust þó ekki upp og bættu leik sinn í síðari hálfleik. Heimamenn uppskáru mark seint í leiknum en þó var sigur Árbæinga aldrei í hættu. Heimamenn stilltu upp þéttu varnarliði í dag með fimm manna varnarlínu. Fylkismenn settu mikla pressu á varnarlínu Þróttar og fengu til að mynda þrjú horn á fyrstu tíu mínútunum. Upp úr einu þeirra kom fyrsta mark Fylkis, er varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson skoraði af stuttu færi eftir klafs í teignum. Geoffrey Castillion nýtti sér svo mistök í varnarleik Þróttar er hann vann boltann á vallarhelmingi heimamanna, kom sér í góða stöðu inni í teig og skoraði gott mark. Þróttarar voru vankaðir eftir þessi tvö högg. Fylkismenn hefðu getað skorað fleiri mörk á fyrsta hálftíma leiksins en þriðja markið kom þó ekki fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði í kjölfar góðs uppspils hjá Fylkismönnum og laglega stoðsendingu Castillion. Gestirnir þurftu svo ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í síðari hálfleik. Þeir gátu leyft sér að skipta mönnum snemma út af og hvíla þá. Við þetta þetta datt krafturinn úr liði Fylkis en sigur þeirra var þó aldrei í hættu, þó svo að Rafael Victor hafi skorað gott skallamark eftir fína sókn Þróttara á 84. mínútu.Af hverju vann Fylkir? Getumunur liðanna kom snemma í ljós. Þróttarar voru klaufar í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn og Fylkismenn refsuðu grimmilega. Árbæingar gátu leyft sér að leyfa leiknum svo bara að fjara út í síðari hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Það var mikilvægt fyrir Fylki að bæði Castillion og Valdimar skoruðu í kvöld, báðir eru búnir að skora eitt mark í deildinni í sumar. Varnarmenn Þróttar réðu illa við Castillion þegar hann fékk boltann á hættulegum stöðum og það veit á gott fyrir framhaldið hjá Fylki. Kolbeinn Finnsson átti líka fína spretti fyrir Fylki í kvöld og er að komast í betri takt við leik liðsins.Hvað gekk illa? Einbeitingarleysi Þróttara og klaufamistök Þróttara í fyrri hálfleik reyndust þeim dýrkeypt. Þrátt fyrir fimm manna varnarlínu og þétta fjögurra manna miðju fyrir framan hana fengu Fylkismenn mörg auðveld færi í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Nú tekur við deildarkeppni hjá báðum liðum. Fylkir mætir HK í Kórnum á sunnudag og verður mikilvægt fyrir Árbæinga að fylgja þessum sigri eftir í kvöld á jákvæðan hátt. Þróttur mætir Þór í Inkasso-deildinni á Akureyri á sunnudag.Helgi Sigurðsson.Vísir/BáraHelgi: Allt samkvæmt áætlun „Ég er mjög sáttur við strákana. Það var gott að skora tvö mörk snemma leiks og þetta varð þægilegra við það. Þriðja markið kom okkur svo í enn betri stöðu og það var bara spurning eftir það að keyra þessu heim,“ sagði Helgi. „Það er stutt á milli leikja og leikmenn orðnir þreyttir. Ég náði hins vegar að hvíla leikmenn í dag og taka menn snemma út af. Þetta var því allt samkvæmt áætlun.“ Þetta var þriðji sigur Fylkis á tímabilinu en tveir þeirra hafa komið gegn Inkasso-liðum í bikarnum. „Það má ekki gleyma því að við höfum verið að spila við lið eins og FH, Val og KR og þó svo að við höfum ekki unnið þá leiki erum við að spila vel. Það er engin hörmung að gera jafntefli í þeim leiknum. Ef við ætlum okkur hins vegar að taka næsta skref og fara í einhverja alvöru baráttu hinum megin á töflunni þá þurfum við að vinna svona leiki,“ segir Helgi sem bætir við að meiðsli leikmanna hafi sett strik í reikninginn. „Það hefur reynt á hópinn en hann hefur staðið sig frábærlega. Ég kvíði því ekki framtíðinni,“ sagði hann. „Þetta snerist um að vinna leikinn og komast áfram. Eins og ég sagði við strákana þá er ekki nóg að bara tala um að spila vel. Við verðum að fara að vinna leiki og náðum því í dag. Við vitum vel hvað býr í liðinu okkar.“Þórhallur: Ekki draumabyrjunin „Þetta var ekki draumabyrjunin,“ sagði Þórhallur Siggeirsson, þjálfari Þróttar, eftir tapið fyrir Fylki í kvöld. „Þriðja markið lokaði svo þessu verkefni, því miður.“ Hann neitar því ekki að mörk Fylkis í upphafi leiks hafi riðlað skipulagi liðsins í dag. „Okkur langaði að lifa í leiknum og eiga möguleika síðustu 20-30 mínúturnar, reyna þá að keyra á þá. En það gekk ekki upp í dag.“ Þórhallur ætlar ekki að dvelja lengi við þetta tap. „Nú er bikarkeppnin búin og við eigum leik í Inkasso-deildinni á sunnudag. Það er það sem skiptir máli núna.“Helgi Valur Daníelsson.Vísir/BáraHelgi Valur: Gerðum allt sem við ætluðum Helgi Valur Daníelsson átti fínan leik á miðju Fylkismanna í sigrinum á Þrótti í Mjólkurbikarnum í kvöld. „Við höfum beðið lengi eftir því að vinna leik og það er gaman að geta farið langt í bikarnum. Við gerðum allt sem við ætluðum að gera í dag - náðum að byrja mjög vel og þetta rúllaði ágætlega eftir það,“ sagði hann. „Við erum líka að hugsa um næsta leik í deildinni og gátum hvílt nokkra menn í dag. Ég er því mjög ánægður með hvernig þetta spilaðist.“ Helgi Valur segir að það hafi skipt máli fyrir Fylki að vinna þennan leik. „Sóknarmennirnir voru flottir í dag, skoruðu mörk og fengu sjálfstraust. Það hefur vantað að klára leikina okkar og þetta var flott í kvöld.“ Mjólkurbikarinn
Sigur Fylkis á Þrótti í 16 liða úrsiltum Mjólkurbikarsins í kvöld var fremur öruggur. Gestirnir úr Árbænum skoruðu tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungi leisksins og gerðu svo endanlega út um hann með þriðja markinu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þróttarar gáfust þó ekki upp og bættu leik sinn í síðari hálfleik. Heimamenn uppskáru mark seint í leiknum en þó var sigur Árbæinga aldrei í hættu. Heimamenn stilltu upp þéttu varnarliði í dag með fimm manna varnarlínu. Fylkismenn settu mikla pressu á varnarlínu Þróttar og fengu til að mynda þrjú horn á fyrstu tíu mínútunum. Upp úr einu þeirra kom fyrsta mark Fylkis, er varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson skoraði af stuttu færi eftir klafs í teignum. Geoffrey Castillion nýtti sér svo mistök í varnarleik Þróttar er hann vann boltann á vallarhelmingi heimamanna, kom sér í góða stöðu inni í teig og skoraði gott mark. Þróttarar voru vankaðir eftir þessi tvö högg. Fylkismenn hefðu getað skorað fleiri mörk á fyrsta hálftíma leiksins en þriðja markið kom þó ekki fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði í kjölfar góðs uppspils hjá Fylkismönnum og laglega stoðsendingu Castillion. Gestirnir þurftu svo ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í síðari hálfleik. Þeir gátu leyft sér að skipta mönnum snemma út af og hvíla þá. Við þetta þetta datt krafturinn úr liði Fylkis en sigur þeirra var þó aldrei í hættu, þó svo að Rafael Victor hafi skorað gott skallamark eftir fína sókn Þróttara á 84. mínútu.Af hverju vann Fylkir? Getumunur liðanna kom snemma í ljós. Þróttarar voru klaufar í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn og Fylkismenn refsuðu grimmilega. Árbæingar gátu leyft sér að leyfa leiknum svo bara að fjara út í síðari hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Það var mikilvægt fyrir Fylki að bæði Castillion og Valdimar skoruðu í kvöld, báðir eru búnir að skora eitt mark í deildinni í sumar. Varnarmenn Þróttar réðu illa við Castillion þegar hann fékk boltann á hættulegum stöðum og það veit á gott fyrir framhaldið hjá Fylki. Kolbeinn Finnsson átti líka fína spretti fyrir Fylki í kvöld og er að komast í betri takt við leik liðsins.Hvað gekk illa? Einbeitingarleysi Þróttara og klaufamistök Þróttara í fyrri hálfleik reyndust þeim dýrkeypt. Þrátt fyrir fimm manna varnarlínu og þétta fjögurra manna miðju fyrir framan hana fengu Fylkismenn mörg auðveld færi í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Nú tekur við deildarkeppni hjá báðum liðum. Fylkir mætir HK í Kórnum á sunnudag og verður mikilvægt fyrir Árbæinga að fylgja þessum sigri eftir í kvöld á jákvæðan hátt. Þróttur mætir Þór í Inkasso-deildinni á Akureyri á sunnudag.Helgi Sigurðsson.Vísir/BáraHelgi: Allt samkvæmt áætlun „Ég er mjög sáttur við strákana. Það var gott að skora tvö mörk snemma leiks og þetta varð þægilegra við það. Þriðja markið kom okkur svo í enn betri stöðu og það var bara spurning eftir það að keyra þessu heim,“ sagði Helgi. „Það er stutt á milli leikja og leikmenn orðnir þreyttir. Ég náði hins vegar að hvíla leikmenn í dag og taka menn snemma út af. Þetta var því allt samkvæmt áætlun.“ Þetta var þriðji sigur Fylkis á tímabilinu en tveir þeirra hafa komið gegn Inkasso-liðum í bikarnum. „Það má ekki gleyma því að við höfum verið að spila við lið eins og FH, Val og KR og þó svo að við höfum ekki unnið þá leiki erum við að spila vel. Það er engin hörmung að gera jafntefli í þeim leiknum. Ef við ætlum okkur hins vegar að taka næsta skref og fara í einhverja alvöru baráttu hinum megin á töflunni þá þurfum við að vinna svona leiki,“ segir Helgi sem bætir við að meiðsli leikmanna hafi sett strik í reikninginn. „Það hefur reynt á hópinn en hann hefur staðið sig frábærlega. Ég kvíði því ekki framtíðinni,“ sagði hann. „Þetta snerist um að vinna leikinn og komast áfram. Eins og ég sagði við strákana þá er ekki nóg að bara tala um að spila vel. Við verðum að fara að vinna leiki og náðum því í dag. Við vitum vel hvað býr í liðinu okkar.“Þórhallur: Ekki draumabyrjunin „Þetta var ekki draumabyrjunin,“ sagði Þórhallur Siggeirsson, þjálfari Þróttar, eftir tapið fyrir Fylki í kvöld. „Þriðja markið lokaði svo þessu verkefni, því miður.“ Hann neitar því ekki að mörk Fylkis í upphafi leiks hafi riðlað skipulagi liðsins í dag. „Okkur langaði að lifa í leiknum og eiga möguleika síðustu 20-30 mínúturnar, reyna þá að keyra á þá. En það gekk ekki upp í dag.“ Þórhallur ætlar ekki að dvelja lengi við þetta tap. „Nú er bikarkeppnin búin og við eigum leik í Inkasso-deildinni á sunnudag. Það er það sem skiptir máli núna.“Helgi Valur Daníelsson.Vísir/BáraHelgi Valur: Gerðum allt sem við ætluðum Helgi Valur Daníelsson átti fínan leik á miðju Fylkismanna í sigrinum á Þrótti í Mjólkurbikarnum í kvöld. „Við höfum beðið lengi eftir því að vinna leik og það er gaman að geta farið langt í bikarnum. Við gerðum allt sem við ætluðum að gera í dag - náðum að byrja mjög vel og þetta rúllaði ágætlega eftir það,“ sagði hann. „Við erum líka að hugsa um næsta leik í deildinni og gátum hvílt nokkra menn í dag. Ég er því mjög ánægður með hvernig þetta spilaðist.“ Helgi Valur segir að það hafi skipt máli fyrir Fylki að vinna þennan leik. „Sóknarmennirnir voru flottir í dag, skoruðu mörk og fengu sjálfstraust. Það hefur vantað að klára leikina okkar og þetta var flott í kvöld.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti