Fótbolti

Drama hjá Ramos: Hélt blaðamannafund til að tilkynna að hann væri ekki á förum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramos vill klára ferilinn með Real Madrid.
Ramos vill klára ferilinn með Real Madrid. vísir/getty
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, blés til blaðamannafundar í dag til að tilkynna að hann væri ekki á förum frá félaginu.

Florentino Pérez, forseti Real Madrid, greindi frá því fyrr í vikunni að Ramos hafi óskað eftir því að fara frítt til félags í kínversku ofurdeildinni.

Í dag staðfesti Ramos að hann fengi fengið tilboð frá Kína. Hann ætlar hins vegar að halda kyrru fyrir hjá Real Madrid sem hann hefur leikið með síðan 2005.

„Það er satt að ég fékk tilboð frá Kína. Ég ætla ekki að ljúga því. En draumurinn er ljúka ferlinum hér. Ég íhugaði aldrei að fara til Kína. Ég ræddi við forsetann í gær til að fullvissa hann um það,“ sagði Ramos á blaðamannafundinum í dag.

„Það er ekki enn kominn tími til að kveðja. Þegar ég fer frá Real Madrid verður það vegna þess að ég get ekki lengur spilað með og gegn þeim bestu.“

Ramos, sem er 33 ára, á tvö ár eftir af samningi sínum við Real Madrid.


Tengdar fréttir

Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum.

Hazard: „Ég held þetta sé kveðjustund“

Eden Hazard sagði úrslitaleik Evrópudeildarinnar hafa verið kveðjustund sína hjá Chelsea. Hazard skoraði tvö af mörkum Chelsea í 4-1 sigrinum á Arsenal.

Real hefur ekki áhuga á Mbappe og Neymar

Real Madrid ætlar ekki að ná í Kylian Mbappe eða Neymar í sumar heldur verður allt púður sett í að fá Eden Hazard til félagsins. Þetta hefur ESPN eftir forseta félagsins Florentino Perez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×