Erlent

Dauðarefsing afnumin í New Hampshire í óþökk ríkisstjórans

Andri Eysteinsson skrifar
Ríkisstjórinn gerði tilraun til þess að beita neitunarvaldi.
Ríkisstjórinn gerði tilraun til þess að beita neitunarvaldi. Getty/Shannon Finney
Dauðarefsing hefur nú verið afnumin í New Hampshire-ríki Bandaríkjanna eftir að öldungardeild ríkisþingsins greiddi atkvæði með því að hafna neitun ríkisstjórans við afgreiðslu málsins. Guardian greinir frá.

Ríkisstjórinn, Chris Sununu úr Repúblikanaflokknum, hafði beitt neitunarvaldi sínu eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins hafði samþykkt lagafrumvarp sem myndi afnema dauðarefsingu í ríkinu, en dauðarefsingu hefur ekki verið beitt í ríkinu frá árinu 1939. Einn fangi situr á dauðadeild í ríkinu, Michael Addison sem dæmdur var sekur fyrir að hafa myrt lögregluþjón í Manchester í New Hampshire.

Hægt var að dæma til dauða í sjö tilvikum í ríkinu, morð á lögreglumanni eða dómara, leigumorð, morð og nauðgun, ákveðin eiturlyfjabrot, morð við innbrot og ef fangi sem dæmdur hafi verið til lífsstíðarfangelsisvistar fremji morð.

Skiptar skoðanir eru á afturvirkni laganna en þingkonan Sharon Carson telur að að dauðarefsingu Addison verði breytt í lífsstíðarfangelsi. Carson telur að dómstólar muni túlka lögin með þeim hætti en þó er ekki gert ráð fyrir afturvirkni í lögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×