Rúllubaggamenn Hannes Pétursson skrifar 31. maí 2019 08:15 Hér á landi starfa saman í pólitískum félagsskap allmargir menn þeirrar vissu að ESB leggi sig fram um að gera Íslandi allt sem verða má til ills og bölvunar. Þeir eru hinir mestu fullveldisberserkir eins og geta má nærri og blása við og við til herferða, rúllubaggaherferða, gegn „erlendu valdi“. Nafngiftin rúllubaggaherferð er til komin vegna þess að formaður félagsskaparins lét eitt sinn ljósmynda sig hjá stærðarinnar rúllubagga sem á hafði verður límdur miði með kjörorði: „Nei við ESB“. Í fréttablöðum þar sem myndin birtist var sagt til skýringar að rúlluböggum með álímdum miða af sama toga yrði á næstunni dreift með vegum fram um allar sveitir landsins og við heimreiðir að bændabýlum. Snarpur spjótaþytur í lofti var auðheyranlegur hverjum þeim sem skoðaði grannt þessa fullveldismynd. Hins vegar brá svo undarlega við að baggarnir urðu ekki fleiri en þessi eini (kannski annar til viðbótar í afdölum, aldrei ljósmyndaður). Skýringin hlýtur að vera sú ein að bændur, þar á meðal „ungir bændur“, hafi tekið budduna langt fram yfir fjandskap sinn í garð ESB þegar til kastanna kom, þeim hafi sem sagt ekki litizt á að heilsa ferðafólki sunnan úr Evrópusambandinu með þessum sérmerktu rúlluböggum, hvort heldur nú væri við heimreiðir, hjá minjagripaskúrum, bændagistingarbæjum eða úreltum fjósum og súrheysturnum sem umbylt hafði verið í gallerí, að ekki sé minnzt á alla beint-frá-býli-staðina. Neitakk, ekki skemma bisnissinn, ekki þessa rúllubagga á almannafæri, við skulum bara steyta görn í Bændablaðinu, það les hvort sem er enginn útlendingur. Þannig fór í það skiptið fyrir hinum hreinhjörtuðu. Nú hafa þeir samt enn og aftur lagt upp í baggaherferð, því fullveldisberserkir standa nótt og dag, þegar þetta er skrifað, í málstofu Alþingis og tala hver við annan um rafmagn og Íslands þúsund ár, en „ræðuhjómið hljóðir á/ hlusta tómir stólar“ eins og segir í þingvísunni gömlu. Óvíst þykir hvenær kjálkarnir á þeim verða straumlausir. Annars er merkilegt að ekki verður betur skilið svona „aðallega og yfirleitt“ en að íslenzka fullveldið sé öldungis sérstakrar tegundar í heiminum, það étist upp jafnt og þétt við hvern milliríkjagjörning og verði loks að alls engu, fari svo til dæmis að Ísland gerist eitt af aðildarríkjum ESB, leggi með öðrum orðum til hliðar þetta „Norway model“ sem Davíð Oddsson þáði úr lófa Jóns Baldvins Hannibalssonar hérna um árið þegar hann vatt sér í Viðeyjarklaustur við hlið Jóni, enda glóði ómótstæðileg tálbeita fyrir augum hans: forsætisráðherrastóllinn. Ella tvísýnt hvernig farið hefði hérlendis um það módel. Það vekur eftirtekt að nokkrar Evrópuþjóðir sem urðu fullvalda 1918, en nú komnar í Evrópusambandið, héldu í fyrra, rétt eins og Íslendingar, hátíðir til þess að fagna fullveldi sínu. Meðal þeirra voru vinir okkar, Finnar og Eistar. Eigi að síður glumra berserkirnir: Með aðild að ESB fyrirgerir hver þjóð fullveldi sínu í eitt skipti fyrir öll. Ef satt skyldi vera, þá hefur að engu orðið hin annálaða slitvinna Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrir endurheimt fullveldis Eystrasaltsþjóða þegar Rússar misstu tökin á Austur-Evrópu, þær þjóðir gerðu sér lítið fyrir og afsöluðu sér glaðar dýrkeyptu fullveldi árið 2004 með inngöngu í ESB! Er það Jóni sárt tilhugsunar? Ef til vill. Að minnsta kosti er hann nú, segjum hálft um hálft, orðinn einn af rúllubaggamönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hannes Pétursson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hér á landi starfa saman í pólitískum félagsskap allmargir menn þeirrar vissu að ESB leggi sig fram um að gera Íslandi allt sem verða má til ills og bölvunar. Þeir eru hinir mestu fullveldisberserkir eins og geta má nærri og blása við og við til herferða, rúllubaggaherferða, gegn „erlendu valdi“. Nafngiftin rúllubaggaherferð er til komin vegna þess að formaður félagsskaparins lét eitt sinn ljósmynda sig hjá stærðarinnar rúllubagga sem á hafði verður límdur miði með kjörorði: „Nei við ESB“. Í fréttablöðum þar sem myndin birtist var sagt til skýringar að rúlluböggum með álímdum miða af sama toga yrði á næstunni dreift með vegum fram um allar sveitir landsins og við heimreiðir að bændabýlum. Snarpur spjótaþytur í lofti var auðheyranlegur hverjum þeim sem skoðaði grannt þessa fullveldismynd. Hins vegar brá svo undarlega við að baggarnir urðu ekki fleiri en þessi eini (kannski annar til viðbótar í afdölum, aldrei ljósmyndaður). Skýringin hlýtur að vera sú ein að bændur, þar á meðal „ungir bændur“, hafi tekið budduna langt fram yfir fjandskap sinn í garð ESB þegar til kastanna kom, þeim hafi sem sagt ekki litizt á að heilsa ferðafólki sunnan úr Evrópusambandinu með þessum sérmerktu rúlluböggum, hvort heldur nú væri við heimreiðir, hjá minjagripaskúrum, bændagistingarbæjum eða úreltum fjósum og súrheysturnum sem umbylt hafði verið í gallerí, að ekki sé minnzt á alla beint-frá-býli-staðina. Neitakk, ekki skemma bisnissinn, ekki þessa rúllubagga á almannafæri, við skulum bara steyta görn í Bændablaðinu, það les hvort sem er enginn útlendingur. Þannig fór í það skiptið fyrir hinum hreinhjörtuðu. Nú hafa þeir samt enn og aftur lagt upp í baggaherferð, því fullveldisberserkir standa nótt og dag, þegar þetta er skrifað, í málstofu Alþingis og tala hver við annan um rafmagn og Íslands þúsund ár, en „ræðuhjómið hljóðir á/ hlusta tómir stólar“ eins og segir í þingvísunni gömlu. Óvíst þykir hvenær kjálkarnir á þeim verða straumlausir. Annars er merkilegt að ekki verður betur skilið svona „aðallega og yfirleitt“ en að íslenzka fullveldið sé öldungis sérstakrar tegundar í heiminum, það étist upp jafnt og þétt við hvern milliríkjagjörning og verði loks að alls engu, fari svo til dæmis að Ísland gerist eitt af aðildarríkjum ESB, leggi með öðrum orðum til hliðar þetta „Norway model“ sem Davíð Oddsson þáði úr lófa Jóns Baldvins Hannibalssonar hérna um árið þegar hann vatt sér í Viðeyjarklaustur við hlið Jóni, enda glóði ómótstæðileg tálbeita fyrir augum hans: forsætisráðherrastóllinn. Ella tvísýnt hvernig farið hefði hérlendis um það módel. Það vekur eftirtekt að nokkrar Evrópuþjóðir sem urðu fullvalda 1918, en nú komnar í Evrópusambandið, héldu í fyrra, rétt eins og Íslendingar, hátíðir til þess að fagna fullveldi sínu. Meðal þeirra voru vinir okkar, Finnar og Eistar. Eigi að síður glumra berserkirnir: Með aðild að ESB fyrirgerir hver þjóð fullveldi sínu í eitt skipti fyrir öll. Ef satt skyldi vera, þá hefur að engu orðið hin annálaða slitvinna Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrir endurheimt fullveldis Eystrasaltsþjóða þegar Rússar misstu tökin á Austur-Evrópu, þær þjóðir gerðu sér lítið fyrir og afsöluðu sér glaðar dýrkeyptu fullveldi árið 2004 með inngöngu í ESB! Er það Jóni sárt tilhugsunar? Ef til vill. Að minnsta kosti er hann nú, segjum hálft um hálft, orðinn einn af rúllubaggamönnum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar