Hákarl heiftarlega limlestur, en hvalir eru líka sprengdir, tættir og kæfðir; með leyfi stjórnvalda! Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. maí 2019 08:30 Þær fréttir voru að berast, að sjómenn á fiskibáti frá Stykkishólmi hefðu losað hákarl úr línu með því einfaldlega að skera af honum sporðinn. Var dýrinu síðan sleppt til þess eins, að kveljast til dauða með hörmulegum hætti, á lengri eða skemmri tíma. Ekki datt þessum sjómönnum í hug, að skera á línuna til að losa dýrið án alvarlegs skaða. Blöskrar mörgum skepnuskapur þessara sjómanna, og það með réttu. Skv. reglugerð, sem sjávarútvegsráðherra gaf út 19. febrúar sl., má veiða 209 langreyðar – næst stærsta spendýr veraldar – og 217 hrefnur á þessu sumri. Samtals 426 dýr. Þetta vafasama dráp má svo – að vilja ráðherra og þar með auðvitað forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar – halda áfram næstu fjögur árin með sama hætti. Í lokin skulu allt að 2.130 dýr liggja í „valnum“. Eru þau dýr, sem sleppa særð og limlest, til þess eins að deyja drottni sínum í kvalræði, eins og nú aumingjans hákarlinn, ótalin. Skv. skýrslum vísindamanna, sleppa a.m.k. 5% dýranna, sem skotin eru við Ísland, særð og lemstruð (Framvinduskýrsla Íslands til Alþjóðahvalveiðiráðsins 2006-2011), en af veiðifjölda þessa sumars gætu það orðið yfir 20 dýr. Einhvern veginn virðist það fara fram hjá almenningi eða þá að menn leiða það hjá sér, af gömlum vana – að dráp á verulegum hluta hvala fer fram með kvalafullum drápsaðferðum og langvarandi pyntingum, og eru aðfarir og dýraníð hvalveiðimanna sízt skárra, en hræðileg meðferð nefndra sjómanna á hákarlinum. Í raun sannast það hér, að það er ekki nóg að horfa, menn verða að vilja sjá það, sem við blasir, til að nema það, skilja og bregðast við því með náttúrulegum hætti. Á sama tíma og yfirgnæfandi meirihluti manna virðist fordæma heiftarlegt dýraníð á varnarlausum hákarli, og það fullkomlega með réttu, styður verulegur hluti landsmanna – að nokkru leyti – jafn heiftarleg dýraníð á varnarlausum, háþróuðum hvölum og fullgengnum kálfum þeirra, en sumir þeirra standa uppi munaðarlausir og bjargarlausir eftir dráp móður. Hygg ég, að allt það hjartagóða fólk, sem harmar nú misþyrmingar og níð á blessuðum hákarlinum, myndi finna til með hvölunum, með sama hætti, ef það setti sig inn í, hvernig hvalveiðar fara fram. Kynni stuðningur við hvalveiðar þá að hrapa. Skutulbyssurnar, sem langreyðar eru drepnar með, eru yfir hálfrar aldar gamlar, og hefur framleiðandi þeirri, Kongsberg Vaapenfabrikk, staðfest, að bæði framleiðslu byssanna og viðhaldi þeirra hafi verið hætt fyrir meira en 50 árum. Þetta eru því forngripir, ónákvæm og ófullkominn drápstæki, og sýna skýrslur vísindamanna, að lífið er bókstaflega murkað úr margri langreyðinni og margri hrefnunni, með svipuðum hætti, jafnvel kannske verri, en nú varð raun á með hákarlinn á Snæfellsnessmiðum. Í skýrslu Vassili Papastavrou sjávarlíffræðings um hrefnuveiðar, „Dýravelferðarsjónarhornið á hvalveiðum við Ísland“ frá 2013, kemur fram, að: „Færri en einn af hverjum fimm hvölum drepst samstundis í veiðum Japana og gögn sýna, að eitt dýrið átti í dauðastríði lengur en 35 mínútur?…“ Svona gögn um hrefnuveiðar eru ekki fyrirliggjandi hér, en engin ástæða er til að ætla, að hrefnudráp gangi betur hér. Í skýrslu Dr. Egil Ole Öen, „Killing efficiency in the Icelandic fin whale hunt 2014“, sem afhent var sjávarútvegsráðherra í febrúar 2015, kemur fram, að af 50 langreyðum, sem veiddar voru, þurfti að murka líftóruna úr átta dýrum á löngum tíma. Mörg þeirra þurfti að skjóta tvisvar. Fyrsti sprengiskutullinn springur þá í dýrinu, stálkló skutuls opnast og rífur innyfli, líffæri og hold, án þess að drepa strax. Þarf þá að skjóta aftur, en um átta mínútur tekur að hlaða byssu, og á meðan gengur hvalurinn í gegnum heiftarlegt kvalræði. Stundum dugar 2. skot heldur ekki til að drepa, og kafna þá hvalir oft, þar sem þeir ná ekki lengur höfðinu upp úr sjónum. Þeir sem harma nú níð hákarlsins myndu fyllast sama hryllingi á hvalveiðum, ef þeir sæu slíkt myndskeið, en þess er vandlega gætt, að slíkar myndir raunveruleikans í hvalveiðum komist ekki í umferð. Það, sem gerir hvaladrápið og hvalaníðið enn sorglegra er, að með því er enginn efnahagslegur tilgangur, en hvalveiðifyrirtækin öll hafa verið rekin með halla fjölmörg undangengin ár, skv. opinberum gögnum. Fullyrðingar um sjálfbærni við hvalveiðar standast heldur ekki, því að bæði efnahagslegur tilgangur og skjót og sársaukalaus aflífun eru skilyrði fyrir „sjálfbærni“ skv. nútíma skilgreiningu þess orðs. Er hvorugt til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þær fréttir voru að berast, að sjómenn á fiskibáti frá Stykkishólmi hefðu losað hákarl úr línu með því einfaldlega að skera af honum sporðinn. Var dýrinu síðan sleppt til þess eins, að kveljast til dauða með hörmulegum hætti, á lengri eða skemmri tíma. Ekki datt þessum sjómönnum í hug, að skera á línuna til að losa dýrið án alvarlegs skaða. Blöskrar mörgum skepnuskapur þessara sjómanna, og það með réttu. Skv. reglugerð, sem sjávarútvegsráðherra gaf út 19. febrúar sl., má veiða 209 langreyðar – næst stærsta spendýr veraldar – og 217 hrefnur á þessu sumri. Samtals 426 dýr. Þetta vafasama dráp má svo – að vilja ráðherra og þar með auðvitað forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar – halda áfram næstu fjögur árin með sama hætti. Í lokin skulu allt að 2.130 dýr liggja í „valnum“. Eru þau dýr, sem sleppa særð og limlest, til þess eins að deyja drottni sínum í kvalræði, eins og nú aumingjans hákarlinn, ótalin. Skv. skýrslum vísindamanna, sleppa a.m.k. 5% dýranna, sem skotin eru við Ísland, særð og lemstruð (Framvinduskýrsla Íslands til Alþjóðahvalveiðiráðsins 2006-2011), en af veiðifjölda þessa sumars gætu það orðið yfir 20 dýr. Einhvern veginn virðist það fara fram hjá almenningi eða þá að menn leiða það hjá sér, af gömlum vana – að dráp á verulegum hluta hvala fer fram með kvalafullum drápsaðferðum og langvarandi pyntingum, og eru aðfarir og dýraníð hvalveiðimanna sízt skárra, en hræðileg meðferð nefndra sjómanna á hákarlinum. Í raun sannast það hér, að það er ekki nóg að horfa, menn verða að vilja sjá það, sem við blasir, til að nema það, skilja og bregðast við því með náttúrulegum hætti. Á sama tíma og yfirgnæfandi meirihluti manna virðist fordæma heiftarlegt dýraníð á varnarlausum hákarli, og það fullkomlega með réttu, styður verulegur hluti landsmanna – að nokkru leyti – jafn heiftarleg dýraníð á varnarlausum, háþróuðum hvölum og fullgengnum kálfum þeirra, en sumir þeirra standa uppi munaðarlausir og bjargarlausir eftir dráp móður. Hygg ég, að allt það hjartagóða fólk, sem harmar nú misþyrmingar og níð á blessuðum hákarlinum, myndi finna til með hvölunum, með sama hætti, ef það setti sig inn í, hvernig hvalveiðar fara fram. Kynni stuðningur við hvalveiðar þá að hrapa. Skutulbyssurnar, sem langreyðar eru drepnar með, eru yfir hálfrar aldar gamlar, og hefur framleiðandi þeirri, Kongsberg Vaapenfabrikk, staðfest, að bæði framleiðslu byssanna og viðhaldi þeirra hafi verið hætt fyrir meira en 50 árum. Þetta eru því forngripir, ónákvæm og ófullkominn drápstæki, og sýna skýrslur vísindamanna, að lífið er bókstaflega murkað úr margri langreyðinni og margri hrefnunni, með svipuðum hætti, jafnvel kannske verri, en nú varð raun á með hákarlinn á Snæfellsnessmiðum. Í skýrslu Vassili Papastavrou sjávarlíffræðings um hrefnuveiðar, „Dýravelferðarsjónarhornið á hvalveiðum við Ísland“ frá 2013, kemur fram, að: „Færri en einn af hverjum fimm hvölum drepst samstundis í veiðum Japana og gögn sýna, að eitt dýrið átti í dauðastríði lengur en 35 mínútur?…“ Svona gögn um hrefnuveiðar eru ekki fyrirliggjandi hér, en engin ástæða er til að ætla, að hrefnudráp gangi betur hér. Í skýrslu Dr. Egil Ole Öen, „Killing efficiency in the Icelandic fin whale hunt 2014“, sem afhent var sjávarútvegsráðherra í febrúar 2015, kemur fram, að af 50 langreyðum, sem veiddar voru, þurfti að murka líftóruna úr átta dýrum á löngum tíma. Mörg þeirra þurfti að skjóta tvisvar. Fyrsti sprengiskutullinn springur þá í dýrinu, stálkló skutuls opnast og rífur innyfli, líffæri og hold, án þess að drepa strax. Þarf þá að skjóta aftur, en um átta mínútur tekur að hlaða byssu, og á meðan gengur hvalurinn í gegnum heiftarlegt kvalræði. Stundum dugar 2. skot heldur ekki til að drepa, og kafna þá hvalir oft, þar sem þeir ná ekki lengur höfðinu upp úr sjónum. Þeir sem harma nú níð hákarlsins myndu fyllast sama hryllingi á hvalveiðum, ef þeir sæu slíkt myndskeið, en þess er vandlega gætt, að slíkar myndir raunveruleikans í hvalveiðum komist ekki í umferð. Það, sem gerir hvaladrápið og hvalaníðið enn sorglegra er, að með því er enginn efnahagslegur tilgangur, en hvalveiðifyrirtækin öll hafa verið rekin með halla fjölmörg undangengin ár, skv. opinberum gögnum. Fullyrðingar um sjálfbærni við hvalveiðar standast heldur ekki, því að bæði efnahagslegur tilgangur og skjót og sársaukalaus aflífun eru skilyrði fyrir „sjálfbærni“ skv. nútíma skilgreiningu þess orðs. Er hvorugt til staðar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar