Boðað til kosninga vegna stjórnarkreppu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 06:15 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gat ekki myndað ríkisstjórn í þetta skiptið. Nordicphotos/AFP Boðað var til nýrra þingkosninga í Ísrael í gær. Meirihluti þingsins ákvað að rjúfa þing eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra og leiðtoga Líkúd-flokksins, mistókst að hamra saman samsteypustjórn. Hinar nýju kosningar fara fram þann 17. september næstkomandi. Þótt Líkúd hafi fengið flest atkvæði í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í apríl, dugði það ekki til að mynda meirihluta. Fimm þingsæta flokkurinn Yisrael Beiteinu, einn þeirra flokka sem Netanjahú leitaði til, neitaði að ganga til liðs við forsætisráðherrann þar sem Netanjahú vildi ekki fallast á að afnema undanþágu frá herskyldu fyrir rétttrúnaðargyðinga. Líkúd-liðar voru harðorðir í garð Avigdors Lieberman, leiðtoga Yisrael Beiteinu, eftir að þingið kvað upp sinn dóm í gær. Fréttastofa AP sagði þingmenn Líkúd halda því fram að með þrjósku sinni hefði Lieberman yfirgefið hægrimenn vegna persónulegs ósættis við Netanjahú. „Þetta hefur ekkert að gera með hægristefnu. Þetta snýst um sértrúarsöfnuðinn í kringum Netanjahú en ekki hugmyndafræði,“ sagði Lieberman. Ekki gekk hjá Netanjahú að leita til vinstriblokkarinnar. Næststærsti flokkurinn á þingi, undir forystu fyrrverandi herforingjans Benny Gantz, vildi til að mynda ekki vinna með Netanjahú vegna spillingarásakana. Hinar væntanlegu kosningar eru nefnilega ekki það eina sem gæti komið í veg fyrir að tíu ára löng valdatíð Netanjahús í Ísrael lengist enn frekar. Á næstunni verða þessar fyrrnefndu spillingarásakanir gegn honum teknar fyrir og ákvörðun tekin um hvort út verði gefin ákæra í málinu. Spillingarmálið er þríþætt. Í fyrsta lagi er Netanjahú sakaður um að þiggja gjafir frá auðjöfrinum Arnon Milchan í skiptum fyrir pólitíska greiða. Í öðru lagi um meint samkomulag blaðaútgefandans Arnons Mozes um hagstæða löggjöf í staðinn fyrir hagstæða umfjöllun. Í þriðja lagi snýst málið um pólitíska greiða sem Netanjahú átti að hafa gert útgefandanum Shaul Elovitch í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun. Líkúd hefur unnið undanfarið að frumvarpi sem myndi veita Netanjahú friðhelgi gegn spillingarákæru. Þá hefur einnig verið greint frá því að Líkúd vonist til þess að takmarka völd hæstaréttar. Ef Líkúd nær ekki að mynda meirihluta þykir afar ólíklegt að Netanjahú fái friðhelgi gegn væntanlegri ákæru. Afar tvísýnt er miðað við kannanir hvort Netanjahú gæti myndað stjórn að næstu kosningum loknum. Samkvæmt könnun er Makor Rishon birti á þriðjudag fengi Líkúd 34 þingmenn en fékk 35 í apríl. Hægriblokkin myndi hins vegar bæta við sig þremur. Hefur 65 en fengi 68, en 61 sæti þarf fyrir meirihluta. Það sem flækir stöðuna fyrir Netanjahú og Líkúd er að Yisrael Beiteinu fengi níu af þessum 68 sætum og ylti meirihluti því áfram á Lieberman og félögum. Staðan er örlítið frábrugðin í könnun sem Maariv birti á sunnudag. Þar mældist hægriblokkin með 68 þingsæti. Þar af fengi Yisrael Beiteinu sex og væri því hægt að mynda meirihluta án flokksins. Langur tími er hins vegar til stefnu áður en kosið verður á ný og mun umræðan væntanlega litast mikið af spillingarásökununum. Ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út verður tekin í október og mun því ekki liggja fyrir fyrr en kosningarnar eru að baki. Netanjahú verður við völd að minnsta kosti þar til kosið er á ný í september en í júlí verður hann orðinn sá Ísraeli sem lengst hefur gegnt embættinu. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Boðað var til nýrra þingkosninga í Ísrael í gær. Meirihluti þingsins ákvað að rjúfa þing eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra og leiðtoga Líkúd-flokksins, mistókst að hamra saman samsteypustjórn. Hinar nýju kosningar fara fram þann 17. september næstkomandi. Þótt Líkúd hafi fengið flest atkvæði í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í apríl, dugði það ekki til að mynda meirihluta. Fimm þingsæta flokkurinn Yisrael Beiteinu, einn þeirra flokka sem Netanjahú leitaði til, neitaði að ganga til liðs við forsætisráðherrann þar sem Netanjahú vildi ekki fallast á að afnema undanþágu frá herskyldu fyrir rétttrúnaðargyðinga. Líkúd-liðar voru harðorðir í garð Avigdors Lieberman, leiðtoga Yisrael Beiteinu, eftir að þingið kvað upp sinn dóm í gær. Fréttastofa AP sagði þingmenn Líkúd halda því fram að með þrjósku sinni hefði Lieberman yfirgefið hægrimenn vegna persónulegs ósættis við Netanjahú. „Þetta hefur ekkert að gera með hægristefnu. Þetta snýst um sértrúarsöfnuðinn í kringum Netanjahú en ekki hugmyndafræði,“ sagði Lieberman. Ekki gekk hjá Netanjahú að leita til vinstriblokkarinnar. Næststærsti flokkurinn á þingi, undir forystu fyrrverandi herforingjans Benny Gantz, vildi til að mynda ekki vinna með Netanjahú vegna spillingarásakana. Hinar væntanlegu kosningar eru nefnilega ekki það eina sem gæti komið í veg fyrir að tíu ára löng valdatíð Netanjahús í Ísrael lengist enn frekar. Á næstunni verða þessar fyrrnefndu spillingarásakanir gegn honum teknar fyrir og ákvörðun tekin um hvort út verði gefin ákæra í málinu. Spillingarmálið er þríþætt. Í fyrsta lagi er Netanjahú sakaður um að þiggja gjafir frá auðjöfrinum Arnon Milchan í skiptum fyrir pólitíska greiða. Í öðru lagi um meint samkomulag blaðaútgefandans Arnons Mozes um hagstæða löggjöf í staðinn fyrir hagstæða umfjöllun. Í þriðja lagi snýst málið um pólitíska greiða sem Netanjahú átti að hafa gert útgefandanum Shaul Elovitch í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun. Líkúd hefur unnið undanfarið að frumvarpi sem myndi veita Netanjahú friðhelgi gegn spillingarákæru. Þá hefur einnig verið greint frá því að Líkúd vonist til þess að takmarka völd hæstaréttar. Ef Líkúd nær ekki að mynda meirihluta þykir afar ólíklegt að Netanjahú fái friðhelgi gegn væntanlegri ákæru. Afar tvísýnt er miðað við kannanir hvort Netanjahú gæti myndað stjórn að næstu kosningum loknum. Samkvæmt könnun er Makor Rishon birti á þriðjudag fengi Líkúd 34 þingmenn en fékk 35 í apríl. Hægriblokkin myndi hins vegar bæta við sig þremur. Hefur 65 en fengi 68, en 61 sæti þarf fyrir meirihluta. Það sem flækir stöðuna fyrir Netanjahú og Líkúd er að Yisrael Beiteinu fengi níu af þessum 68 sætum og ylti meirihluti því áfram á Lieberman og félögum. Staðan er örlítið frábrugðin í könnun sem Maariv birti á sunnudag. Þar mældist hægriblokkin með 68 þingsæti. Þar af fengi Yisrael Beiteinu sex og væri því hægt að mynda meirihluta án flokksins. Langur tími er hins vegar til stefnu áður en kosið verður á ný og mun umræðan væntanlega litast mikið af spillingarásökununum. Ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út verður tekin í október og mun því ekki liggja fyrir fyrr en kosningarnar eru að baki. Netanjahú verður við völd að minnsta kosti þar til kosið er á ný í september en í júlí verður hann orðinn sá Ísraeli sem lengst hefur gegnt embættinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43