Vara leiðtogaefni við tjóni af útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 08:11 Brexit heldur áfram að kljúfa bresku þjóðina. Vísir/EPA Iðnaðarsamtök Bretlands, ein stærstu viðskiptahagsmunasamtök landsins, vara frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins við því að það muni skaða samkeppnishæfni Bretlands til langframa gangi landið úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Nokkrir frambjóðendanna vilja ganga út án samnings. Tólf bjóða sig nú fram í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir að Theresa May, forsætisráðherra, tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar 7. júní. May varð lítt ágengt í að ná samstöðu innan flokksins um skilmála útgöngunnar. Í bréfi til frambjóðendanna segja Iðnaðarsamtök Bretlands að útganga án samnings ylli röskunum til skemmri tíma litið og langtímaskaða á samkeppnishæfni Bretlands, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mikill meirihluti fyrirtækja getur aldrei búið sig undir samningsleysi, sérstaklega [lítil og miðlungsstór fyrirtæki] í okkar röðum sem hafa ekki efni á flóknum og dýrum viðbúnaðaráætlunum,“ segir í bréfi Carolyn Fairbairn, framkvæmdastjóra samtakanna. Þess í stað telji fyrirtæki stór sem smá að besta leiðin sé að segja skilið við Evrópusambandið með samningi um hvernig samskiptunum við Evrópu skuli háttað í kjölfarið. Upphaflega ætluðu Bretar að yfirgefa ESB í lok mars. Því var frestað þegar þinginu tókst ekki að samþykkja útgöngusamning. Fyrirhugaður útgöngudagur er nú 31. október. Bretland Brexit Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Iðnaðarsamtök Bretlands, ein stærstu viðskiptahagsmunasamtök landsins, vara frambjóðendur í leiðtogavali Íhaldsflokksins við því að það muni skaða samkeppnishæfni Bretlands til langframa gangi landið úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Nokkrir frambjóðendanna vilja ganga út án samnings. Tólf bjóða sig nú fram í leiðtogavali Íhaldsflokksins eftir að Theresa May, forsætisráðherra, tilkynnti að hún ætlaði að stíga til hliðar 7. júní. May varð lítt ágengt í að ná samstöðu innan flokksins um skilmála útgöngunnar. Í bréfi til frambjóðendanna segja Iðnaðarsamtök Bretlands að útganga án samnings ylli röskunum til skemmri tíma litið og langtímaskaða á samkeppnishæfni Bretlands, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mikill meirihluti fyrirtækja getur aldrei búið sig undir samningsleysi, sérstaklega [lítil og miðlungsstór fyrirtæki] í okkar röðum sem hafa ekki efni á flóknum og dýrum viðbúnaðaráætlunum,“ segir í bréfi Carolyn Fairbairn, framkvæmdastjóra samtakanna. Þess í stað telji fyrirtæki stór sem smá að besta leiðin sé að segja skilið við Evrópusambandið með samningi um hvernig samskiptunum við Evrópu skuli háttað í kjölfarið. Upphaflega ætluðu Bretar að yfirgefa ESB í lok mars. Því var frestað þegar þinginu tókst ekki að samþykkja útgöngusamning. Fyrirhugaður útgöngudagur er nú 31. október.
Bretland Brexit Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15