Fótbolti

Meistaradeildin í dag: „Tel Liverpool líklegri“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Okkar menn í Madríd.
Okkar menn í Madríd.
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Tottenham og Liverpool fer fram í Madríd annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Okkar menn, Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason, eru í Madríd og með í för er landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason.

Þeir félagar tóku stöðuna þegar rúmur sólarhringur er í úrslitaleikinn.

„Ég ætla að vona liðin verði ekki varfær eins og úrslitaleikir eiga til að verða. Það yrði frábært að fá mark snemma í leikinn en með alla þessa góðu sóknarmenn á vellinum er ég viss um að þetta verður skemmtilegur leikur,“ sagði Alfreð.

Liverpool komst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði fyrir Real Madrid. Alfreð segir að sú reynsla vinni með liðinu.

„Ég myndi telja þá líklegri, bæði hvernig þeir hafa spilað á tímabilinu og að þeir hafa verið þarna áður með nokkurn veginn sama hóp. Bayern München tapaði úrslitaleiknum fyrir Chelsea 2012 en vann árið eftir. Þú mætir einbeittari til leiks og þetta er í þér allt árið,“ sagði Alfreð.

Meistaradeildina í dag má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Meistaradeildin í dag
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×