Óttast um öryggi sitt og spilar ekki með Arsenal í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 11:15 Henrikh Mkhitaryan. Getty/Matteo Ciambelli Arsenal verður án Henrikh Mkhitaryan á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi. Henrikh Mkhitaryan er þó hvorki meiddur eða í leikbanni. Henrikh Mkhitaryan er Armeni en úrslitaleikurinn fer fram í nágrannaríkinu Aserbaísjan. Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.Arsenal’s Henrikh Mkhitaryan to miss Europa League final over safety fears https://t.co/7AstqP7H9L — Guardian sport (@guardian_sport) May 21, 2019Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Það verður ekki breyting á þeirri venju hans þótt að um úrslitaleik sé að ræða. Mkhitaryan hefur tekið þá ákvörðun að spila ekki leikinn þar sem að hann óttast um öryggi sitt á leikvanginum í Bakú. Henrikh Mkhitaryan tjáði sig um þessa ákvörðun sína inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann segist hafa hugsað lengi um þetta en hafi á endanum þurft að taka mjög erfiða ákvörðun. „Það er mjög sárt að missa af leik sem þessum enda leikur sem maður spilar ekki oft á ferlinum,“ sagði Henrikh Mkhitaryan meðal annars.Having considered all the current options, we had to take the tough decision for me not to travel with the squad to the #UEL Final against #Chelsea [...] pic.twitter.com/3CPrTvLquy — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019[...] It‘s the kind of game that doesn’t come along very often for us players and I must admit, it hurts me a lot to miss it.I will be cheering my teammates on! Let’s bring it home @Arsenal#uel#final#arsenal#chelsea#AFC#COYGpic.twitter.com/gnDA6oyolw — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Arsenal verður án Henrikh Mkhitaryan á móti Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi. Henrikh Mkhitaryan er þó hvorki meiddur eða í leikbanni. Henrikh Mkhitaryan er Armeni en úrslitaleikurinn fer fram í nágrannaríkinu Aserbaísjan. Armenína og Aserbaísjan hafa staðið lengi í deilum um Nagorno-Karabakh héraðið í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er landsvæði inn í miðju Aserbaídsjan þar sem nánast allir íbúar eru af armenskum uppruna. Það eru engin pólitísk samskipti á milli þjóðanna í dag vegna þessa máls.Arsenal’s Henrikh Mkhitaryan to miss Europa League final over safety fears https://t.co/7AstqP7H9L — Guardian sport (@guardian_sport) May 21, 2019Henrikh Mkhitaryan hefur aldrei spilað leik í Aserbaísjan á ævinni þrátt fyrir að félög hans hafi lent á móti liðum þaðan í Evrópukeppninni. Hvort sem hann var hjá Arsenal eða Dortmund þá hefur hann alltaf sleppt útileiknum í Aserbaísjan. Það verður ekki breyting á þeirri venju hans þótt að um úrslitaleik sé að ræða. Mkhitaryan hefur tekið þá ákvörðun að spila ekki leikinn þar sem að hann óttast um öryggi sitt á leikvanginum í Bakú. Henrikh Mkhitaryan tjáði sig um þessa ákvörðun sína inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann segist hafa hugsað lengi um þetta en hafi á endanum þurft að taka mjög erfiða ákvörðun. „Það er mjög sárt að missa af leik sem þessum enda leikur sem maður spilar ekki oft á ferlinum,“ sagði Henrikh Mkhitaryan meðal annars.Having considered all the current options, we had to take the tough decision for me not to travel with the squad to the #UEL Final against #Chelsea [...] pic.twitter.com/3CPrTvLquy — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019[...] It‘s the kind of game that doesn’t come along very often for us players and I must admit, it hurts me a lot to miss it.I will be cheering my teammates on! Let’s bring it home @Arsenal#uel#final#arsenal#chelsea#AFC#COYGpic.twitter.com/gnDA6oyolw — Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) May 21, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira