Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. maí 2019 23:03 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. gETTY/Kirsty Wigglesworth Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn hafi lokatækifæri til að afgreiða Brexit eftir mánaðarmót. Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. Þegar hefur útgöngusáttmálinn sem ríkisstjórn Bretlands hefur samið við Evrópusambandið verið felldur þrisvar sinnum í breska þinginu. Theresa May er þó staðráðin í að fá sáttmálann samþykktan og mun leggja hann fram í fjórða sinn í fyrstu vikunni í júní. Munurinn nú er að May hefur lagt upp með tíu punkta aðgerðaráætlun sem fylgir sáttmálanum. Hún segir að í áætluninni megi finna eitthvað sem flestir flokkar ættu að geta sætt sig við. „Þessi nýi Brexit-samningur inniheldur miklar frekari breytingar til að standa vörð um efnahags- og stjórnskipunarleg heilindi Bretlands og sigla Brexit í höfn. Hann er klæðskerasaumuð lausn sem svarar sértækum áhyggjum allra hluta samfélagsins á Norður-Írlandi.“ Meðal þess sem felst í tíu punkta áætlun forsætisráðherrann er að ríkisstjórnin verði lagalega bindandi til að finna viðunandi lausn á framtíðarsambandi við Norður-Írlands án þess að það innlimist á tollasvæði Evrópusambandsins. Þar má finna fyrirheit um vinnuréttarlöggjöf sem tryggir jöfn réttindi á við réttindi verkamanna innan ESB og svipað ákvæði um umhverfislöggjöf svo eitthvað sé nefnt. Þá segir hún að samþykki þingið sáttmálann muni hún opna á þann valmöguleika þingsins að skjóta sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörgum Íhaldsmönnum hugnast ekki önnur þjóðaratkvæðagreiðsla og hafa þegar lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn nýja Brexitsáttmálanum. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt að nýji sáttmálinn sé lítið annað en endurvinnsla á fyrri sáttmálum sem þegar hafa verið felldir. Bretland Brexit Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn hafi lokatækifæri til að afgreiða Brexit eftir mánaðarmót. Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. Þegar hefur útgöngusáttmálinn sem ríkisstjórn Bretlands hefur samið við Evrópusambandið verið felldur þrisvar sinnum í breska þinginu. Theresa May er þó staðráðin í að fá sáttmálann samþykktan og mun leggja hann fram í fjórða sinn í fyrstu vikunni í júní. Munurinn nú er að May hefur lagt upp með tíu punkta aðgerðaráætlun sem fylgir sáttmálanum. Hún segir að í áætluninni megi finna eitthvað sem flestir flokkar ættu að geta sætt sig við. „Þessi nýi Brexit-samningur inniheldur miklar frekari breytingar til að standa vörð um efnahags- og stjórnskipunarleg heilindi Bretlands og sigla Brexit í höfn. Hann er klæðskerasaumuð lausn sem svarar sértækum áhyggjum allra hluta samfélagsins á Norður-Írlandi.“ Meðal þess sem felst í tíu punkta áætlun forsætisráðherrann er að ríkisstjórnin verði lagalega bindandi til að finna viðunandi lausn á framtíðarsambandi við Norður-Írlands án þess að það innlimist á tollasvæði Evrópusambandsins. Þar má finna fyrirheit um vinnuréttarlöggjöf sem tryggir jöfn réttindi á við réttindi verkamanna innan ESB og svipað ákvæði um umhverfislöggjöf svo eitthvað sé nefnt. Þá segir hún að samþykki þingið sáttmálann muni hún opna á þann valmöguleika þingsins að skjóta sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörgum Íhaldsmönnum hugnast ekki önnur þjóðaratkvæðagreiðsla og hafa þegar lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn nýja Brexitsáttmálanum. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt að nýji sáttmálinn sé lítið annað en endurvinnsla á fyrri sáttmálum sem þegar hafa verið felldir.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53
Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00
Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51