Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Guðlaugur Þór Þórðarson mælti fyrir frumvarpi um svonefndan þriðja orkupakka 8. apríl. Fréttablaðið/Sigtryggur Alþingi Þingmenn Miðflokksins hafa upp á síðkastið farið mikinn í umræðum um þriðja orkupakkann. Við það hafa störf þingsins riðlast og margt bíður umfjöllunar. Næsta vika mun skera úr um hvort skera þurfi á hnútinn og stöðva umræður um orkupakkann. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Á sama tíma eru heil 105 lagafrumvörp í meðförum þingnefnda. Því er í mörg horn að líta hjá þingmönnum næstu tvær vikurnar en samkvæmt áætlun á þingstörfum að ljúka þann 5. júní næstkomandi. Aðeins fimm þingfundardagar eru eftir samkvæmt áætlun. Auk lagafrumvarpa eru 113 þingsályktunartillögur sem bíða afgreiðslu þingsins. Ráðherrar eiga einnig eftir að svara heilum 142 fyrirspurnum þingmanna. Þótt erfitt sé að spá fyrir um slíkt er líklegt að starfsáætlun þingsins muni fara úr skorðum að einhverju leyti á næstu dögum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirForseti þings, Steingrímur J. Sigfússon, segir það ráðast í næstu viku hvernig málum verði háttað en þegar líði á fari menn að spila af fingrum fram. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Einnig geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið. Þingforseti er ekki á þeim buxunum að nýta ákvæðið nú. „Það hefur ekki komið til tals og menn verða að fara varlega í þeim efnum,“ segir Steingrímur. „Nú skulum við sjá til hvernig framvindan verður. Fram undan eru þingnefndardagar svo það er ekki tímabært að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti.“ Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir orkupakkamálið þurfa mun meiri yfirferð. „Málið þarfnast mun meiri skoðunar. Við í þingflokki Miðflokksins teljum marga fleti á málinu ekki hafa verið rædda nægjanlega mikið. Við teljum að aukin umræða um málið muni fjölga andstæðingum málsins,“ segir Ólafur. Hann telur ekki um málþóf að ræða af hendi Miðflokksmanna. „Við auðvitað myndum fagna því ef þetta frumvarp yrði lagt til hliðar og skoðað mun betur en nú er gert. Það er mjög mikilvægt að okkar mati.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, minnti í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á að níu þingmenn gætu kallað til atkvæðagreiðslu um hvort umræðum skyldi hætt og sagði þingið hertekið af þingmönnum Miðflokks. Hún segist hins vegar ekki vera að safna liði. „Nei, ég er nú ekki að safna liði en það þarf að skoða hvernig þingið hefst í næstu viku. Mörg mál munu bíða okkar þingmanna eftir þingnefndardaga á fimmtudag og föstudag og því mikilvægt að taktur komist á þingstörf á nýjan leik.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Alþingi Þingmenn Miðflokksins hafa upp á síðkastið farið mikinn í umræðum um þriðja orkupakkann. Við það hafa störf þingsins riðlast og margt bíður umfjöllunar. Næsta vika mun skera úr um hvort skera þurfi á hnútinn og stöðva umræður um orkupakkann. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Á sama tíma eru heil 105 lagafrumvörp í meðförum þingnefnda. Því er í mörg horn að líta hjá þingmönnum næstu tvær vikurnar en samkvæmt áætlun á þingstörfum að ljúka þann 5. júní næstkomandi. Aðeins fimm þingfundardagar eru eftir samkvæmt áætlun. Auk lagafrumvarpa eru 113 þingsályktunartillögur sem bíða afgreiðslu þingsins. Ráðherrar eiga einnig eftir að svara heilum 142 fyrirspurnum þingmanna. Þótt erfitt sé að spá fyrir um slíkt er líklegt að starfsáætlun þingsins muni fara úr skorðum að einhverju leyti á næstu dögum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirForseti þings, Steingrímur J. Sigfússon, segir það ráðast í næstu viku hvernig málum verði háttað en þegar líði á fari menn að spila af fingrum fram. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Einnig geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið. Þingforseti er ekki á þeim buxunum að nýta ákvæðið nú. „Það hefur ekki komið til tals og menn verða að fara varlega í þeim efnum,“ segir Steingrímur. „Nú skulum við sjá til hvernig framvindan verður. Fram undan eru þingnefndardagar svo það er ekki tímabært að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti.“ Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir orkupakkamálið þurfa mun meiri yfirferð. „Málið þarfnast mun meiri skoðunar. Við í þingflokki Miðflokksins teljum marga fleti á málinu ekki hafa verið rædda nægjanlega mikið. Við teljum að aukin umræða um málið muni fjölga andstæðingum málsins,“ segir Ólafur. Hann telur ekki um málþóf að ræða af hendi Miðflokksmanna. „Við auðvitað myndum fagna því ef þetta frumvarp yrði lagt til hliðar og skoðað mun betur en nú er gert. Það er mjög mikilvægt að okkar mati.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, minnti í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á að níu þingmenn gætu kallað til atkvæðagreiðslu um hvort umræðum skyldi hætt og sagði þingið hertekið af þingmönnum Miðflokks. Hún segist hins vegar ekki vera að safna liði. „Nei, ég er nú ekki að safna liði en það þarf að skoða hvernig þingið hefst í næstu viku. Mörg mál munu bíða okkar þingmanna eftir þingnefndardaga á fimmtudag og föstudag og því mikilvægt að taktur komist á þingstörf á nýjan leik.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira