Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Oriol Junqueras, nýkjörinn þingmaður, í dómsal í febrúar ásamt öðrum sakborningum. Nordicphotos/AFP Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira