Sýndarsiðferði Davíð Þorláksson skrifar 22. maí 2019 07:00 Því er stundum haldið fram að Enron hafi verið með lengstu siðareglur meðal þeirra fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll í Bandaríkjunum. Það er kannski flökkusaga en ljóst er að þessar 64 síður komu ekki í veg fyrir að ósiðleg og ólögleg háttsemi stjórnenda yrði fyrirtækinu að falli. Það er nefnilega þannig að margar og íþyngjandi reglur og flókið fyrirkomulag tryggir ekki endilega bestu hegðunina. Það verður algengara að ýmsir hópar setji sér siðareglur og setji á fót siðanefndir. Ef slík viðleitni er sjálfsprottin og gerð í góðri sátt meðal þeirra sem þurfa að fara eftir þeim er það hið besta mál. Það er þó sérstakt þegar fólk er að krefjast þess að siðareglur og siðanefndir séu settar yfir aðra en þá sjálfa. Það er nánast látið að því liggja að það eitt og sér að vera ekki með siðareglur og siðanefndir sé í eðli sínu siðlaust. Það skaut skökku við þegar ákveðið var að setja siðareglur fyrir þingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni eru þeir þjóðkjörnir og aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Það getur því enginn annar fellt dóma um störf þeirra en kjósendur þeirra. Það á ekki að þurfa siðareglur til að banna fólki til dæmis að áreita annað fólk, draga sér fé eða saka fólk að ósekju um refsiverða háttsemi. Öll sú háttsemi er ólögleg. Gott siðferði er eitt af því sem tryggir að samfélag okkar virki vel. En það er spurning hvort siðareglur og siðanefndir séu alltaf besta leiðin til að tryggja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að Enron hafi verið með lengstu siðareglur meðal þeirra fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll í Bandaríkjunum. Það er kannski flökkusaga en ljóst er að þessar 64 síður komu ekki í veg fyrir að ósiðleg og ólögleg háttsemi stjórnenda yrði fyrirtækinu að falli. Það er nefnilega þannig að margar og íþyngjandi reglur og flókið fyrirkomulag tryggir ekki endilega bestu hegðunina. Það verður algengara að ýmsir hópar setji sér siðareglur og setji á fót siðanefndir. Ef slík viðleitni er sjálfsprottin og gerð í góðri sátt meðal þeirra sem þurfa að fara eftir þeim er það hið besta mál. Það er þó sérstakt þegar fólk er að krefjast þess að siðareglur og siðanefndir séu settar yfir aðra en þá sjálfa. Það er nánast látið að því liggja að það eitt og sér að vera ekki með siðareglur og siðanefndir sé í eðli sínu siðlaust. Það skaut skökku við þegar ákveðið var að setja siðareglur fyrir þingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni eru þeir þjóðkjörnir og aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Það getur því enginn annar fellt dóma um störf þeirra en kjósendur þeirra. Það á ekki að þurfa siðareglur til að banna fólki til dæmis að áreita annað fólk, draga sér fé eða saka fólk að ósekju um refsiverða háttsemi. Öll sú háttsemi er ólögleg. Gott siðferði er eitt af því sem tryggir að samfélag okkar virki vel. En það er spurning hvort siðareglur og siðanefndir séu alltaf besta leiðin til að tryggja það.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar