Þjálfari ÍR-stúlknanna stígur til hliðar | Virðing verður að vera í fyrirrúmi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. maí 2019 10:53 vísir/getty Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. Leikmaður liðsins las upp yfirlýsingu er þær höfðu fengið gullmedalíur sínar. Stúlkurnar tóku í kjölfarið af sér verðlaunin og hentu þeim á gólfið. Þær tóku aldrei við sjálfum bikarnum. Í gærkvöldi kom svo bréf frá stúlkunum á Hringbraut þar sem þær segjast hafa átt hugmyndina að því að þiggja ekki verðlaunin. Þær gagnrýndu einnig foreldra sína og sögðust elska þjálfarann sinn, Brynjar Karl Sigurðsson. Þær hafa sótt það lengi að spila við stráka og sögðu að markmið sitt væri að breyta heiminum. Fundað var fram á nótt í Breiðholti vegna þessa máls. Þar komu að máli forráðamenn körfuknattleiksdeildar, foreldrar stúlknanna og Brynjar Karl þjálfari. Samkvæmt heimildum Vísis lauk fundahöldum ekki fyrr en klukkan eitt í nótt. Niðurstaða fundarins er sú að Brynjar Karl stígur til hliðar sem þjálfari stúlknanna. ÍR segir að þjálfarateymið verði að axla ábyrgð í þessu máli og því óhjákvæmilegt annað en að Brynjar hætti með liðið.Yfirlýsing ÍR-inga:Fulltrúar úr stjórn og barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar ÍR hafa fundað með þjálfarateymi og foreldrum í minnibolta 11 ára stúlkna vegna atviks er varð við verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins á Akureyri síðastliðna helgi.Félagið er óendanlega stolt af árangri sinna leikmanna sem urðu Íslandsmeistarar í minnibolta 11 ára stúlkna og unnu silfurverðlaun í 7. flokki stúlkna. Þessi árangur byggist á áralangri þrotlausri vinnu og metnaði leikmanna og þjálfarateymis flokksins.Hins vegar var það að taka ekki við gullverðlaunum, sem flokkurinn hafði unnið fyrir, ekki í samræmi við gildi Körfuknattleiksdeildar ÍR þar sem virðing og háttvísi verður alltaf að vera í fyrirrúmi hvað sem öðru líður.Það er á ábyrgð þjálfara að leiðbeina iðkendum og sjá til þess að framkoma þeirra í viðburðum á vegum félagsins eða Körfuknattleikssambands Íslands sé í samræmi við það sem félagið, foreldrar og Körfuknattleikssambandið mega ætlast til. Ofangreint atvik og kringumstæður allar eru þess eðlis að það er óhjákvæmilegt að mati félagsins að þjálfarateymið axli ábyrgð.Það er því sameiginleg niðurstaða allra hlutaðaeigandi þ.á.m. þjálfara flokksins að best sé að hann stígi til hliðar og að nýr þjálfari verði fundinn fyrir flokkinn.Körfuknattleiksdeild ÍR harmar þetta atvik og biður alla hlutaðeigandi þ.m.t. leikmenn, foreldra og fyrirsvarsmenn annarra liða afsökunar á því.Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar ÍRGuðmundur Óli Björgvinsson,formaður stjórnar KKD ÍR. Börn og uppeldi Íslenski körfuboltinn Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Málefni minnboltaliðs ÍR í flokki 11 ára stúlkna hafa verið í brennidepli síðasta sólarhringinn eftir að stúlkurnar neituðu að taka við verðlaunum sínum er þær urðu Íslandsmeistarar. Leikmaður liðsins las upp yfirlýsingu er þær höfðu fengið gullmedalíur sínar. Stúlkurnar tóku í kjölfarið af sér verðlaunin og hentu þeim á gólfið. Þær tóku aldrei við sjálfum bikarnum. Í gærkvöldi kom svo bréf frá stúlkunum á Hringbraut þar sem þær segjast hafa átt hugmyndina að því að þiggja ekki verðlaunin. Þær gagnrýndu einnig foreldra sína og sögðust elska þjálfarann sinn, Brynjar Karl Sigurðsson. Þær hafa sótt það lengi að spila við stráka og sögðu að markmið sitt væri að breyta heiminum. Fundað var fram á nótt í Breiðholti vegna þessa máls. Þar komu að máli forráðamenn körfuknattleiksdeildar, foreldrar stúlknanna og Brynjar Karl þjálfari. Samkvæmt heimildum Vísis lauk fundahöldum ekki fyrr en klukkan eitt í nótt. Niðurstaða fundarins er sú að Brynjar Karl stígur til hliðar sem þjálfari stúlknanna. ÍR segir að þjálfarateymið verði að axla ábyrgð í þessu máli og því óhjákvæmilegt annað en að Brynjar hætti með liðið.Yfirlýsing ÍR-inga:Fulltrúar úr stjórn og barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar ÍR hafa fundað með þjálfarateymi og foreldrum í minnibolta 11 ára stúlkna vegna atviks er varð við verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins á Akureyri síðastliðna helgi.Félagið er óendanlega stolt af árangri sinna leikmanna sem urðu Íslandsmeistarar í minnibolta 11 ára stúlkna og unnu silfurverðlaun í 7. flokki stúlkna. Þessi árangur byggist á áralangri þrotlausri vinnu og metnaði leikmanna og þjálfarateymis flokksins.Hins vegar var það að taka ekki við gullverðlaunum, sem flokkurinn hafði unnið fyrir, ekki í samræmi við gildi Körfuknattleiksdeildar ÍR þar sem virðing og háttvísi verður alltaf að vera í fyrirrúmi hvað sem öðru líður.Það er á ábyrgð þjálfara að leiðbeina iðkendum og sjá til þess að framkoma þeirra í viðburðum á vegum félagsins eða Körfuknattleikssambands Íslands sé í samræmi við það sem félagið, foreldrar og Körfuknattleikssambandið mega ætlast til. Ofangreint atvik og kringumstæður allar eru þess eðlis að það er óhjákvæmilegt að mati félagsins að þjálfarateymið axli ábyrgð.Það er því sameiginleg niðurstaða allra hlutaðaeigandi þ.á.m. þjálfara flokksins að best sé að hann stígi til hliðar og að nýr þjálfari verði fundinn fyrir flokkinn.Körfuknattleiksdeild ÍR harmar þetta atvik og biður alla hlutaðeigandi þ.m.t. leikmenn, foreldra og fyrirsvarsmenn annarra liða afsökunar á því.Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar ÍRGuðmundur Óli Björgvinsson,formaður stjórnar KKD ÍR.
Börn og uppeldi Íslenski körfuboltinn Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40 Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: „Markmið okkar er að breyta heiminum“ Það er hiti í körfuboltasamfélaginu. 21. maí 2019 20:40
Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. 21. maí 2019 13:53