Mannfall í óeirðum eftir kosningarnar í Indónesíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 12:07 Mótmæli og óeirðir brutust út í Jakarta eftir að tilkynnt var um endanleg úrslit forsetakosninganna. Vísir/EPA Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær. Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Sex manns féllu í átökum lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í nótt. Óeirðir brutust út eftir að yfirkjörstjórn landsins staðfesti að Joko Widodo forseti hefði tryggt sér endurkjör í kosningum sem fóru fram í síðasta mánuði. Mannfjöldi kom saman í Jakarta til mótmæla. Reuters-fréttastofan segir að sumir í hópnum hafi verið vopnaðir staurum og hafi borið tannkrem á sig í kringum augum til að verjast áhrifum táragass. Mótmælin hafi í fyrstu verið friðsamleg en hiti hafi færst í leikinn þegar rökkvaði. Lögreglumenn hafi meðal annars skotið táragasi á mótmælendur. Auk þeirra sex sem létust særðust tvö hundruð manns til viðbótar, að sögn Anies Baswedan, ríkisstjóra Jakarta. Widodo forseti hefur boðað harðar aðgerðir gegn hvatamönnum óeirðanna. Lögreglan hefur handtekið um hundrað manns sem grunaðir eru um að hafa hleypt mótmælunum upp. Yfirvöld halda því fram að reiðufé hafi fundist á mótmælendum og gefa þau í skyn að þeim hafi verið greitt fyrir að mótmæla. Prabowo Subiatno, mótframbjóðandi Widodo og fyrrverandi hershöfðingi, hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir úrskurð yfirkjörstjórnarinnar. Hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla en sjálfur ætlar að hann skjóta úrslitum kosninganna til stjórnlagadómstóls Indónesíu. Yfirkjörstjórn segir að Widodo hafi hlotið 55,5% atkvæða gegn 44,5% Prawobo. Sá síðarnefndi fullyrðir að meiriháttar kosningasvik og óregla hafi einkennt kosningarnar. Prawobo bauð sig einnig fram til forseta árið 2014 gegn Widodo og kærði úrslitin einnig til dómstóla þá. Kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að kosningarnar 17. apríl hafi verið frjálsar og sanngjarnar. Kosningarnar í Indónesíu eru afar umfangsmiklar og reyndu þeir verulega á starfsmenn kjörstjórnar. Talið er að á þriðja hundrað þeirra hafi látið lífið vegna ofreynslu í kringum þær.
Indónesía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25 Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00 Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Mikið álag er á starfsfólki kjörstjórnar í allsherjarkosningum í Indónesíu. 28. apríl 2019 15:25
Kosningastarfsfólk deyr í hundraðatali Rúmlega 270 starfsmenn indónesísku þing- og forsetakosninganna hafa látist úr ofreynslutengdum sjúkdómum. 29. apríl 2019 06:00
Vilja færa höfuðborgina frá Djakarta Áætlanir eru uppi um að færa höfuðborg Indónesíu frá Djakarta. Þetta er haft eftir ráðherra skipulagsmála sem segir að verðandi forseti landsins, Joko Widodo, hafi tekið þessa mikilvægu ákvörðun. 30. apríl 2019 08:00