Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 21:45 Avenatti með skjólstæðingi sínum Stephanie Clifford, betur þekktri sem Stormy Daniels Vísir/AP Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels. Hann neitar sök. Saksóknarar í New York ríki segja að Avenatti hafi dregið sér um 300 þúsund dollara, um um 37 milljónir króna, af fjármunum sem ætlaðir voru Daniels vegna útgáfusamnings sem hún gerði. Er Avenatti sakaður um að hafa falsað skjöl til þess að tryggja sér fjármunina, sem hann síðar nýtti sér til að fjármagna eigin lífstíl, þar á meðal til þess að greiða mánaðarlegar greiðslur af Ferrari-sportbíl. Í ákærunni segir að Avenatti hafi skilað til baka um helming þeirrar upphæðar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér. Í röð tísta á Twitter neitaði Avenatti alfarið sök í málinu. Avenatti berst á mörgum vígstöðvum þessa dagana en stutt er síðan hann var ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar. Er hann sakaður um að hafa reynt að fá Nike til að greiða sér 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, ella myndi hann birta upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir bandaríska risafyrirtækið. Þá hefur Avenatti einnig verði ákærður í Los Angeles fyrir ýmis brot, þar á meðal skattsvik og fjárdrátt. Saksóknarar í Kaliforníu segja Avenatti hafa stolið frá lömuðum skjólstæðingi sínum og fjórum öðrum. Í stað þess að greiða fé sem þau höfðu fengið í málaferlum sem hann kom að sagði hann það ekki í boði enn og er hann sagður hafa blekkt þá með að færa fé á milli reikninga til að láta líta út eins og þau væru að fá greitt. Bandaríkin Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels. Hann neitar sök. Saksóknarar í New York ríki segja að Avenatti hafi dregið sér um 300 þúsund dollara, um um 37 milljónir króna, af fjármunum sem ætlaðir voru Daniels vegna útgáfusamnings sem hún gerði. Er Avenatti sakaður um að hafa falsað skjöl til þess að tryggja sér fjármunina, sem hann síðar nýtti sér til að fjármagna eigin lífstíl, þar á meðal til þess að greiða mánaðarlegar greiðslur af Ferrari-sportbíl. Í ákærunni segir að Avenatti hafi skilað til baka um helming þeirrar upphæðar sem hann er sakaður um að hafa dregið sér. Í röð tísta á Twitter neitaði Avenatti alfarið sök í málinu. Avenatti berst á mörgum vígstöðvum þessa dagana en stutt er síðan hann var ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar. Er hann sakaður um að hafa reynt að fá Nike til að greiða sér 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, ella myndi hann birta upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir bandaríska risafyrirtækið. Þá hefur Avenatti einnig verði ákærður í Los Angeles fyrir ýmis brot, þar á meðal skattsvik og fjárdrátt. Saksóknarar í Kaliforníu segja Avenatti hafa stolið frá lömuðum skjólstæðingi sínum og fjórum öðrum. Í stað þess að greiða fé sem þau höfðu fengið í málaferlum sem hann kom að sagði hann það ekki í boði enn og er hann sagður hafa blekkt þá með að færa fé á milli reikninga til að láta líta út eins og þau væru að fá greitt.
Bandaríkin Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00
Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58