Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2019 23:00 Þristurinn Liberty var eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku. Hann tók einnig þátt í innrásinni í Normandí og þurfti viðgerð vegna kúlnagata á skrokknum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Ferð þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, er að tefjast vegna ísingar í kringum Grænland, en nú standa vonir til að meirihluti þeirra komist til Íslands á morgun. Fjallað var meira um þristaleiðangurinn í fréttum Stöðvar 2. Fyrir áhugamenn um flugsöguna hafa komur þristanna til Reykjavíkur síðustu daga verið sannkallaður hvalreki. Flugvélarnar eiga líka sumar svo ævintýralegan feril að baki að minnir á þekkt atriði úr kvikmyndum.Þessi vél var í flugferðum yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Þannig notaði bandaríski herinn vélina, sem nú kallast Spirit of Benovia, í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð hjálpaði hún svo kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til ýmissa leyniverkefna í Suðaustur-Asíu. Flugvélin, sem smíðuð var árið 1942, lenti í Reykjavík síðdegis í gær. Áætlað er að hún haldi á brott klukkan níu í fyrramálið.Bandaríska leyniþjónustan CIA notaði þessa vél í leyniverkefnum gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvél, sem nú kallast Liberty, var í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku en þaðan hröktu Bandamenn heri Rommels og var vélin þá lengst af með bækistöð í Alsír. Síðar tók hún þátt í innrásinni í Normandí og fór þá fjölda ferða með fallhlífahermenn og enn eru varðveittar viðgerðarnótur vegna kúlnagata á skrokknum eftir byssukúlur úr þeim orustum.Þessi fékk kúlnagöt á skrokkinn í innrásinni Í Normandí en áður var hún í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eftir stríð var hún svo seld til einkaaðila sem notuðu hana lengst af í flugi með forstjóra stórfyrirtækja. Frá Reykjavík flaug hún til Skotlands í hádeginu í dag.Þristurinn Liberty á leið í flugtaksstöðu í hádeginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sögufrægasta flugvélin, sú sem leiddi innrásina í Normandí og kallast „That's All, Brother", hélt einnig af landi brott í dag. Auk þess að vera forystuvél og fara fyrir 800 flugvélum á D-deginum árið 1944 flutti hún einnig fallhlífahermenn og dró svifflugur, fullar af hermönnum, inn fyrir víglínu óvinanna.Forystuvél innrásarinnar í Normandí í flugtaksbruni í morgunStöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Enn eru átta þristar ókomnir og var búist við sex þeirra til Íslands í dag. Þeir hafa hins vegar enn tafist á leiðinni vegna ísingarhættu og bíða flestir á Grænlandi. Stefnt er að því að þeim verði flogið áfram til Reykjavíkur í fyrramálið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Ferð þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, er að tefjast vegna ísingar í kringum Grænland, en nú standa vonir til að meirihluti þeirra komist til Íslands á morgun. Fjallað var meira um þristaleiðangurinn í fréttum Stöðvar 2. Fyrir áhugamenn um flugsöguna hafa komur þristanna til Reykjavíkur síðustu daga verið sannkallaður hvalreki. Flugvélarnar eiga líka sumar svo ævintýralegan feril að baki að minnir á þekkt atriði úr kvikmyndum.Þessi vél var í flugferðum yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Þannig notaði bandaríski herinn vélina, sem nú kallast Spirit of Benovia, í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð hjálpaði hún svo kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til ýmissa leyniverkefna í Suðaustur-Asíu. Flugvélin, sem smíðuð var árið 1942, lenti í Reykjavík síðdegis í gær. Áætlað er að hún haldi á brott klukkan níu í fyrramálið.Bandaríska leyniþjónustan CIA notaði þessa vél í leyniverkefnum gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvél, sem nú kallast Liberty, var í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku en þaðan hröktu Bandamenn heri Rommels og var vélin þá lengst af með bækistöð í Alsír. Síðar tók hún þátt í innrásinni í Normandí og fór þá fjölda ferða með fallhlífahermenn og enn eru varðveittar viðgerðarnótur vegna kúlnagata á skrokknum eftir byssukúlur úr þeim orustum.Þessi fékk kúlnagöt á skrokkinn í innrásinni Í Normandí en áður var hún í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eftir stríð var hún svo seld til einkaaðila sem notuðu hana lengst af í flugi með forstjóra stórfyrirtækja. Frá Reykjavík flaug hún til Skotlands í hádeginu í dag.Þristurinn Liberty á leið í flugtaksstöðu í hádeginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sögufrægasta flugvélin, sú sem leiddi innrásina í Normandí og kallast „That's All, Brother", hélt einnig af landi brott í dag. Auk þess að vera forystuvél og fara fyrir 800 flugvélum á D-deginum árið 1944 flutti hún einnig fallhlífahermenn og dró svifflugur, fullar af hermönnum, inn fyrir víglínu óvinanna.Forystuvél innrásarinnar í Normandí í flugtaksbruni í morgunStöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Enn eru átta þristar ókomnir og var búist við sex þeirra til Íslands í dag. Þeir hafa hins vegar enn tafist á leiðinni vegna ísingarhættu og bíða flestir á Grænlandi. Stefnt er að því að þeim verði flogið áfram til Reykjavíkur í fyrramálið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15