Stefnum sennilega í alræði Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. maí 2019 11:00 „Lesendur eiga ekki að vita hvort þetta sé ég sjálfur eða einhver annar,“ segir Hermann. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Dyr opnast er ný bók eftir Hermann Stefánsson og fjórtánda skáldverk hans. „Þarna eru smáprósar, smásögur og sagnaþættir. Mér finnst gaman að blanda misjöfnu saman,“ segir höfundurinn. Sögurnar í bókinni eru afar ólíkar og lesandinn veit aldrei hverju hann á von á næst. „Yfirlesarar höfðu orð á þessu og þannig kom tegundarheiti bókarinnar, „Kímerubók“. Kímera er grísk skepna sem er sett saman úr dreka, ljóni og geithafri – óskapnaður,“ segir Hermann. Spurður hvort það sé eitthvað af honum sjálfum í persónum bókarinnar segir hann: „Lesendur eiga ekki að vita hvort þetta sé ég sjálfur eða einhver annar. Mér er þó meinilla við að fólk setji samasemmerki milli mín og brjálæðinganna sem ég skrifa alla jafna um.“Vandlæting góða fólksins Í nokkrum sögum er fjallað um íslenskt samfélag en Hermann segist þó ekki hafa áhuga á pólitík. „Við lifum þversagnakenndan samtíma og stefnum sennilega í alræði. Góða fólkið verður betra og betra og vandlæting þess æ meiri og vonda fólkið verður sífellt verra. Góða fólkið lætur ekki hvarfla að sér að orð þess og gjörðir geti haft öfug áhrif. Mín kenning er sú að íslenskir vinstrimenn séu með tvískinnungi sínum og þekkingarleysi á fólkinu í landinu að koma Miðflokknum í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í næstu kosningum fær flokkurinn um 15 prósent, Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra og allir verða áfram reiðir. Samsæriskenningar Miðflokksins tala ekki til fólks sem er vinstra megin við miðju og býr í Reykjavík, þeir eru að tala við sinn eigin áheyrendahóp. Og þeir vita alveg hvað þeir eru að gera.“Hlátur úr þjóðardjúpum Auk þess að vera rithöfundur vinnur Hermann sem verktaki í fjarvinnslu fyrir Alþingi og upp úr dúrnum kemur að hann fékk það hlutverk að skrifa upp Klaustursupptökurnar. Hann segir málið innihaldslítið. „Sigmundi Davíð þykir þessi ókunni ritari hinn undarlegasti og kenndi mig við Stasi í blaðagrein á dögunum. Ég hef verið kallaður verri nöfnum og kann því vel, ég er frekar lítið fyrir skjall. Heil þjóð fékk á heilann hryllingskennt dýrahljóð sem hún hélt að væri úr sel. Það voru engin óheilindi í viðkomandi blaðamanni, bara misheyrn. En ef maður hlustar lengi heyrir maður í ansi mörgum selum. Það vill einfaldlega svo til að Gunnar Bragi rekur stundum upp raddlausan hlátur sem gæti minnt á sel, beint úr þjóðardjúpunum. Kynjaskepnur eru sem sagt víða. Ég met það svo að allir eigi rétt á að vita þennan sannleika sem ég held þó að hvorki Miðflokksmenn, fjölmiðlar né þjóðin vilji heyra. Er það ekki einmitt hlutverk rithöfunda að segja þannig sannleika?“Metoo og fórnarlömb Ein sagan í bókinni heitir „Vitaverðir rjúfa þögnina“ og þar er fjallað um #metoo á afar kaldhæðinn hátt. „Femínismi er ekki lengur róttæk hugmyndastefna á jaðrinum heldur meginstraumsstefna,“ segir Hermann. „Stórgáfuð vinkona mín spurði mig þegar #metoo-umræðan stóð sem hæst: Af hverju vilja íslenskar konur vera fórnarlömb? Af hverju vilja þær ekki taka ábyrgð á eigin lífi? Hún sagði þetta mjög hátt á kaffihúsi en ég lækkaði róminn: Það vilja allir verða fórnarlömb. Æðstu metorð eru að vera mesta fórnarlambið. Ég þekki margar konur sem hafa efasemdir um #metoo en kjósa að orða þær ekki því þær vilja ekki rjúfa kvennasamstöðuna. Ég þarf þá bara að fórna mér í það. Inni á milli er svo mikið af rugli. Umræðan hlýtur að dýpka. Hlutverk rithöfunda er að miðla margvíðri og sannri mynd, ekki flatri.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Dyr opnast er ný bók eftir Hermann Stefánsson og fjórtánda skáldverk hans. „Þarna eru smáprósar, smásögur og sagnaþættir. Mér finnst gaman að blanda misjöfnu saman,“ segir höfundurinn. Sögurnar í bókinni eru afar ólíkar og lesandinn veit aldrei hverju hann á von á næst. „Yfirlesarar höfðu orð á þessu og þannig kom tegundarheiti bókarinnar, „Kímerubók“. Kímera er grísk skepna sem er sett saman úr dreka, ljóni og geithafri – óskapnaður,“ segir Hermann. Spurður hvort það sé eitthvað af honum sjálfum í persónum bókarinnar segir hann: „Lesendur eiga ekki að vita hvort þetta sé ég sjálfur eða einhver annar. Mér er þó meinilla við að fólk setji samasemmerki milli mín og brjálæðinganna sem ég skrifa alla jafna um.“Vandlæting góða fólksins Í nokkrum sögum er fjallað um íslenskt samfélag en Hermann segist þó ekki hafa áhuga á pólitík. „Við lifum þversagnakenndan samtíma og stefnum sennilega í alræði. Góða fólkið verður betra og betra og vandlæting þess æ meiri og vonda fólkið verður sífellt verra. Góða fólkið lætur ekki hvarfla að sér að orð þess og gjörðir geti haft öfug áhrif. Mín kenning er sú að íslenskir vinstrimenn séu með tvískinnungi sínum og þekkingarleysi á fólkinu í landinu að koma Miðflokknum í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í næstu kosningum fær flokkurinn um 15 prósent, Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra og allir verða áfram reiðir. Samsæriskenningar Miðflokksins tala ekki til fólks sem er vinstra megin við miðju og býr í Reykjavík, þeir eru að tala við sinn eigin áheyrendahóp. Og þeir vita alveg hvað þeir eru að gera.“Hlátur úr þjóðardjúpum Auk þess að vera rithöfundur vinnur Hermann sem verktaki í fjarvinnslu fyrir Alþingi og upp úr dúrnum kemur að hann fékk það hlutverk að skrifa upp Klaustursupptökurnar. Hann segir málið innihaldslítið. „Sigmundi Davíð þykir þessi ókunni ritari hinn undarlegasti og kenndi mig við Stasi í blaðagrein á dögunum. Ég hef verið kallaður verri nöfnum og kann því vel, ég er frekar lítið fyrir skjall. Heil þjóð fékk á heilann hryllingskennt dýrahljóð sem hún hélt að væri úr sel. Það voru engin óheilindi í viðkomandi blaðamanni, bara misheyrn. En ef maður hlustar lengi heyrir maður í ansi mörgum selum. Það vill einfaldlega svo til að Gunnar Bragi rekur stundum upp raddlausan hlátur sem gæti minnt á sel, beint úr þjóðardjúpunum. Kynjaskepnur eru sem sagt víða. Ég met það svo að allir eigi rétt á að vita þennan sannleika sem ég held þó að hvorki Miðflokksmenn, fjölmiðlar né þjóðin vilji heyra. Er það ekki einmitt hlutverk rithöfunda að segja þannig sannleika?“Metoo og fórnarlömb Ein sagan í bókinni heitir „Vitaverðir rjúfa þögnina“ og þar er fjallað um #metoo á afar kaldhæðinn hátt. „Femínismi er ekki lengur róttæk hugmyndastefna á jaðrinum heldur meginstraumsstefna,“ segir Hermann. „Stórgáfuð vinkona mín spurði mig þegar #metoo-umræðan stóð sem hæst: Af hverju vilja íslenskar konur vera fórnarlömb? Af hverju vilja þær ekki taka ábyrgð á eigin lífi? Hún sagði þetta mjög hátt á kaffihúsi en ég lækkaði róminn: Það vilja allir verða fórnarlömb. Æðstu metorð eru að vera mesta fórnarlambið. Ég þekki margar konur sem hafa efasemdir um #metoo en kjósa að orða þær ekki því þær vilja ekki rjúfa kvennasamstöðuna. Ég þarf þá bara að fórna mér í það. Inni á milli er svo mikið af rugli. Umræðan hlýtur að dýpka. Hlutverk rithöfunda er að miðla margvíðri og sannri mynd, ekki flatri.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira