Valur og Gary Martin komast að samkomulagi um starfslok Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2019 17:36 Gary Martin í leiknum gegn ÍA. vísir/daníel Gary Martin mun yfirgefa herbúðir Vals eftir einungis hálft ár á Hlíðarenda en félagið hefur komist að samkomulagi við Gary um starfslok. Valsmenn tilkynntu þetta á vef sínum nú undir kvöld en þar stendur að báðir aðilar séu sáttir með málalok. „Ég kveð þennan leikmannahóp og þetta félag með söknuði. Þetta er stór klúbbur eins og árangur undanfarinna ára sýnir. Gagnvart mér var staðið við allt og auk þess var öll aðstaða og búnaður fyrsta flokks,“ sagði Gary í tilkynningunni. „Það er bara stundum þannig að menn eiga ekki skap saman. Þannig var það með okkur Óla. Og þá þarf að taka á því. Það erum við að gera með því að semja um starfslok þannig að ég geti spilað þar sem óskað er eftir kröftum mínum. Ég vona að félaginu gangi allt í haginn,“ bætti hann við. Gary hefur verið í frystikistunni hjá Val eftir að hafa skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum en hann hefur meðal annars verið bannað að mæta á æfingar hjá félaginu. „Við erum ólíkir karakterar og með svolítið ólíkar áherslur og því varð að samkomulagi að slíta samningi aðila með samkomulagi. Gary er góður drengur og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Valur hefur byrjað tímabilið illa en liðið er einungis með fimm stig eftir fyrstu fjóra leikina en fleiri fréttir af málinu má lesa hér að neðan.Uppfært 18.21: Gary Martin vildi ekki tjá sig í samtali við Vísi er leitað var eftir enn frekari viðbrögðum hans við starfslokunum. Hann sagði að allt væri komið fram sem þyrfti að koma fram. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-mörkin: Óli Jóh ritstýrir ekki okkar miðli Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, reyndi að hafa óeðlileg afskipti af viðtölum eftir leik Fylkis og Vals í gær og strákunum í Pepsi Max-mörkunum var ekki skemmt. 17. maí 2019 08:30 Valur vill losna við Gary Martin Enski framherjinn má finna sér nýtt félag en félagskiptaglugginn lokar á morgun. 14. maí 2019 11:32 Símtölin streyma að norðan en Gary neitar að gefast upp Knattspyrnumaðurinn Gary Martin segir það hafa verið mikið áfall fyrir sig að fá þau skilaboð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Íslandsmeisturm Vals. 15. maí 2019 11:00 Gary Martin ekki enn mættur til æfinga hjá Val Enski framherjinn virðist ekki eiga afturkvæmt hjá Hlíðarendafélaginu. 22. maí 2019 11:30 Gary Martin ekki hleypt á æfingu hjá Val Enski framherjinn er í erfiðri stöðu hjá Valsmönnum. 16. maí 2019 11:28 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Gary Martin mun yfirgefa herbúðir Vals eftir einungis hálft ár á Hlíðarenda en félagið hefur komist að samkomulagi við Gary um starfslok. Valsmenn tilkynntu þetta á vef sínum nú undir kvöld en þar stendur að báðir aðilar séu sáttir með málalok. „Ég kveð þennan leikmannahóp og þetta félag með söknuði. Þetta er stór klúbbur eins og árangur undanfarinna ára sýnir. Gagnvart mér var staðið við allt og auk þess var öll aðstaða og búnaður fyrsta flokks,“ sagði Gary í tilkynningunni. „Það er bara stundum þannig að menn eiga ekki skap saman. Þannig var það með okkur Óla. Og þá þarf að taka á því. Það erum við að gera með því að semja um starfslok þannig að ég geti spilað þar sem óskað er eftir kröftum mínum. Ég vona að félaginu gangi allt í haginn,“ bætti hann við. Gary hefur verið í frystikistunni hjá Val eftir að hafa skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum en hann hefur meðal annars verið bannað að mæta á æfingar hjá félaginu. „Við erum ólíkir karakterar og með svolítið ólíkar áherslur og því varð að samkomulagi að slíta samningi aðila með samkomulagi. Gary er góður drengur og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Valur hefur byrjað tímabilið illa en liðið er einungis með fimm stig eftir fyrstu fjóra leikina en fleiri fréttir af málinu má lesa hér að neðan.Uppfært 18.21: Gary Martin vildi ekki tjá sig í samtali við Vísi er leitað var eftir enn frekari viðbrögðum hans við starfslokunum. Hann sagði að allt væri komið fram sem þyrfti að koma fram.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-mörkin: Óli Jóh ritstýrir ekki okkar miðli Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, reyndi að hafa óeðlileg afskipti af viðtölum eftir leik Fylkis og Vals í gær og strákunum í Pepsi Max-mörkunum var ekki skemmt. 17. maí 2019 08:30 Valur vill losna við Gary Martin Enski framherjinn má finna sér nýtt félag en félagskiptaglugginn lokar á morgun. 14. maí 2019 11:32 Símtölin streyma að norðan en Gary neitar að gefast upp Knattspyrnumaðurinn Gary Martin segir það hafa verið mikið áfall fyrir sig að fá þau skilaboð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Íslandsmeisturm Vals. 15. maí 2019 11:00 Gary Martin ekki enn mættur til æfinga hjá Val Enski framherjinn virðist ekki eiga afturkvæmt hjá Hlíðarendafélaginu. 22. maí 2019 11:30 Gary Martin ekki hleypt á æfingu hjá Val Enski framherjinn er í erfiðri stöðu hjá Valsmönnum. 16. maí 2019 11:28 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi Max-mörkin: Óli Jóh ritstýrir ekki okkar miðli Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, reyndi að hafa óeðlileg afskipti af viðtölum eftir leik Fylkis og Vals í gær og strákunum í Pepsi Max-mörkunum var ekki skemmt. 17. maí 2019 08:30
Valur vill losna við Gary Martin Enski framherjinn má finna sér nýtt félag en félagskiptaglugginn lokar á morgun. 14. maí 2019 11:32
Símtölin streyma að norðan en Gary neitar að gefast upp Knattspyrnumaðurinn Gary Martin segir það hafa verið mikið áfall fyrir sig að fá þau skilaboð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá Íslandsmeisturm Vals. 15. maí 2019 11:00
Gary Martin ekki enn mættur til æfinga hjá Val Enski framherjinn virðist ekki eiga afturkvæmt hjá Hlíðarendafélaginu. 22. maí 2019 11:30
Gary Martin ekki hleypt á æfingu hjá Val Enski framherjinn er í erfiðri stöðu hjá Valsmönnum. 16. maí 2019 11:28