Íslenski boltinn

Klara um mál Björgvins: „Okkur ber að taka þetta upp“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að KSÍ beri að taka mál sem skaða áhrif ímynd knattspyrnunnar upp og senda það til aga- og úrskurðanefndar.

Mál Björgvins Stefánssonar, hvað varðar ummæli sem hann lét falla í netútsendingu í gær, hafa verið send til aganefndar KSÍ en það gerði Klara í hádeginu.

„Það er í hefðbundnum farvegi með mál af þessum toga. Framkvæmdarstjóri KSÍ hefur heimild að vísa ummælum sem getur skaðað áhrif á ímynd knattspyrnunnar til aga- og úrskurðanefndar. Það mun ég gera í hádeginu,“ sagði Klara við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þar mun það fara í annað venjulegt ferli og við munum enga bregða út af okkar verkferli í þessu,“ en leikmaðurinn fær að koma sínum skoðum á framfæri.

„Það hefur alltaf verið. Það er vinnuregla hjá aga- og úrskurðanefnd. Nefndin sendir afrit af erindi framkvæmdarstjóra til hluteigandi aðila og þeir hafa tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.“

Aganefndin hittist á þriðjudögum en KR á næsta leik í Pepsi Max-deildinni á sunnudaginn er liðið leikur við Víking í Laugardalnum. Klara er ekki viss hvenær komin verður niðurstaða í málið.

„Ég get ekki svarið því fyrir hönd aganefndarinnar. Aganefndin starfar óháð skrifstofu KSÍ og hún fundar samkvæt reglulegð á þriðjudögum. Það er stutt í næsta þriðjudag.“

„Hvort að nefndin nái að safna þeim gögnum sem hún þarf fyrir þann fund get ég ekki svarað til um,“ en eins og kom fram á Vísi í dag gæti Björgvin átt yfir höfði sér að minnsta kosti fimm leikja banns.

„Í rauninni skiptir skoðun okkar á þessu engu máli. Þetta er skylduákvæði sem kemur úr reglugerð FIFA. Okkur ber að taka þetta upp,“ sagði Klara.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×