Mesta atvinnuleysi í fimm ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 12:40 Fall Wow air hafði sérstaklega mikil áhrif á atvinnuleysi á Suðurnesjum. Fréttablaðið/Ernir Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira