Göngumaður fannst á lífi á Hawaii eftir tvær vikur Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 12:50 Amanda Eller ásamt sjálfboðaliðum sem fundu hana á föstudag. Facebook Hin 35 ára gamla Amanda Eller fannst á lífi eftir að hún hvarf á eyjunni Maui þann 8. maí síðastliðinn þegar hún varð viðskila við kærasta sinn. BBC greinir frá. Fjölskylda og vinir Eller höfðu sett af stað umfangsmikla leit að henni eftir að ekkert heyrðist frá henni og buðu peningaverðlaun til þeirra sem gátu veitt upplýsingar um afdrif hennar. Eller fannst á föstudag eftir að hún gerði björgunarþyrlu viðvart með handahreyfingum. Samkvæmt BBC týndist Eller eftir að hún villtist af leið og meiddist á göngu um svæðið. Á fyrstu ljósmyndum má sjá Eller brosa breitt ásamt sjálfboðaliðum, örlítið meidd og óhrein eftir tveggja vikna dvöl í óbyggðum. Eller, sem einnig er yoga-kennari, er sögð vera í góðu ástandi miðað við tímann sem hún var týnd. Hún var ekki í skóm né sokkum og eru fætur hennar því illa leiknir en læknar telja hana mögulega hafa fótbrotnað þegar hún slasaðist. Þá er hún sögð hafa haldið sér á lífi með því að safna berjum og drekka vatn úr lækjum á svæðinu. Móðir Eller segist aldrei hafa gefið upp vonina og hún hafi alltaf fundið í hjarta sínu að dóttir sín væri enn á lífi. „Ég efaðist ekki í eina mínútu. Jafnvel þegar ég varð örvæntingarfull reyndi ég alltaf að vera sterk fyrir hana því ég vissi að við myndum finna hana ef við myndum fylgja áætlun,“ segir móðir hennar. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Hin 35 ára gamla Amanda Eller fannst á lífi eftir að hún hvarf á eyjunni Maui þann 8. maí síðastliðinn þegar hún varð viðskila við kærasta sinn. BBC greinir frá. Fjölskylda og vinir Eller höfðu sett af stað umfangsmikla leit að henni eftir að ekkert heyrðist frá henni og buðu peningaverðlaun til þeirra sem gátu veitt upplýsingar um afdrif hennar. Eller fannst á föstudag eftir að hún gerði björgunarþyrlu viðvart með handahreyfingum. Samkvæmt BBC týndist Eller eftir að hún villtist af leið og meiddist á göngu um svæðið. Á fyrstu ljósmyndum má sjá Eller brosa breitt ásamt sjálfboðaliðum, örlítið meidd og óhrein eftir tveggja vikna dvöl í óbyggðum. Eller, sem einnig er yoga-kennari, er sögð vera í góðu ástandi miðað við tímann sem hún var týnd. Hún var ekki í skóm né sokkum og eru fætur hennar því illa leiknir en læknar telja hana mögulega hafa fótbrotnað þegar hún slasaðist. Þá er hún sögð hafa haldið sér á lífi með því að safna berjum og drekka vatn úr lækjum á svæðinu. Móðir Eller segist aldrei hafa gefið upp vonina og hún hafi alltaf fundið í hjarta sínu að dóttir sín væri enn á lífi. „Ég efaðist ekki í eina mínútu. Jafnvel þegar ég varð örvæntingarfull reyndi ég alltaf að vera sterk fyrir hana því ég vissi að við myndum finna hana ef við myndum fylgja áætlun,“ segir móðir hennar.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira