Gjaldþrot Hraðbrautarfélags nemur rúmum milljarði Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2019 11:30 Skólastjórinn Ólafur Haukur Johnson í húsnæði Hraðbrautar í Faxafeni. FBL/STEFÁN Rétt tæp þrjú prósent fengust upp í almennar kröfur í þrotabú fasteignafélagsins Faxafen ehf. Félagið var eigandi skólahúsnæðis framhaldsskólans Hraðbrautar að Faxafeni 10 og var í eigu hjónanna Ólafs Hauks Johnson og Borghildar Pétursdóttur. Skiptum í búið, sem fyrst var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2011, lauk í liðinni viku en fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að kröfur í þrotabúið hafi alls numið rúmlega 1,1 milljarði króna. „Samkvæmt úthlutunargerð var skiptatrygging að fjárhæð kr. 350.000 endurgreidd að fullu, auk þess sem kr. 294.271.293 greiddust upp í veðkröfur. Þá greiddust kr. 23.504.285 upp í almennar kröfur, eða 2,83 hundraðshlutar. Ekkert fékkst greitt upp í eftirstæðar kröfur,“ eins og því er lýst í Lögbirtingablaðinu. Faxafen ehf. var stofnað árið 2004 og var sem fyrr segir stofnað til að halda utan um rekstur fasteignar Hraðbrautar, en skólinn var starfræktur til ársins 2012. Samkvæmt ársreikningi Faxafens ehf. fyrir árið 2014 nam tap félagsins það árið rúmlega 24,5 milljónum króna og var bókfært eigið fé í árslok neikvætt um næstum 590 milljónir króna. Skuldir félagsins námu rúmlega 676 milljónum króna, að langstærstum hluta við Arion banka, og voru ekki nema um 114 þúsund krónur eftir í félaginu í árslok 2014.Sjá einnig: Greiddu sér 177 milljónir í arð DV greindi ítarlega frá málefnum skólans á sínum tíma en í umfjöllun blaðsins kom meðal annars fram að þau Ólafur og Borghildur hafi greitt sér 105 milljón króna arð út úr Faxafeni ehf. á árunum 2005 til 2008. Arðgreiðslurnar voru tilkomnar vegna leigusamnings sem rekstrarfélag Hraðbrautar, Hraðbraut ehf., sem jafnframt var í þeirra eigu, gerði við Faxafen ehf. Hjónin greiddu sér jafnframt tugmilljóna arð út úr Hraðbraut ehf. Arðgreiðslurnar voru gagnrýndar á sínum tíma og tók Ólafur til varna á Youtube, þar sem hann sagði ekkert athugavert við rekstur skólans.Þrátt fyrir að eiga að heita einkarekinn var rekstur menntaskólans fjármagnaður að 80 prósent leyti með opinberu fé en framlag íslenska ríkisins til Hraðbrautar nam rúmlega 1,1 milljarði króna á árunum 2003 til 2010. Heimildir Stundarinnar herma hins vegar að Hraðbraut hafi verið skuldlaus við ríkið. Skólinn hafi átt kröfu á hendur hinu opinbera því ríkið greiddi of lítið með hverjum nemenda á árunum 2010 til 2012. Skuld skólans við menntamálaráðuneytið hafi því að endingu verið skuldajöfnuð á móti þessari kröfu Hraðbrautar. Menntamálaráðuneytið óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri skólans árið 2010 eftir að upplýsingar lágu fyrir um fyrrnefndar arðgreiðslur. Niðurstaða úttektarinnar var á þá leið að Hraðbraut hafi ekki haft bolmagn til að greiða sér arð, auk þess sem skólinn hafi fengið of háar fjárveitingar frá hinu opinbera. Þá voru ekki gerðir kjarasamningar við kennara skólans og voru þeir því á umtalsvert lægri launum en kollegar þeirra í öðrum framhaldsskólum. Á meðal þess sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við var að 37 prósent af rekstrarútgjöldum skólans fóru í laun en í framhaldsskólum á vegum ríkisins er hlutfall launakostnaðar að jafnaði tvöfalt hærra eða um 75 prósent. Annar kostnaður, til að mynda við húsaleigu, var mun hærri en sem fyrr segir leigði skólinn húsnæði sitt af félagi þeirra hjóna. Gerð var tilraun til að blása lífi í Hraðbraut árið 2014 án nokkurrar aðkomu ríkisins. Til stóð að námið myndi kosta 890 þúsund krónur á ári og hefðu nemendur því greitt 1780 þúsund krónur fyrir stúdentsprófið, enda var einkennismerki Hraðbrautar að útskrifa nemendur á tveimur árum.Ekkert var þó af því. Aðeins 30 nemendur skráðu sig til leiks og þrátt fyrir að tekist hafi að smala saman í eina bekkjardeild hafi ekki nógu margir greitt skólagjöld til að rekstur skólans stæði undir sér. Gjaldþrot Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Ég spyr þig Illugi! Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. 7. júní 2016 07:00 Greiddu sér 177 milljónir í arð Stjórnendur og eigendur Hraðbrautar greiddu sér 177 milljónir í arð úr skólanum og félögum tengdum honum. Skólinn er nú rekinn með tapi og rekststarforsendur hans sagðar hæpnar. 14. desember 2010 19:10 Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. 28. júní 2010 15:05 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Rétt tæp þrjú prósent fengust upp í almennar kröfur í þrotabú fasteignafélagsins Faxafen ehf. Félagið var eigandi skólahúsnæðis framhaldsskólans Hraðbrautar að Faxafeni 10 og var í eigu hjónanna Ólafs Hauks Johnson og Borghildar Pétursdóttur. Skiptum í búið, sem fyrst var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2011, lauk í liðinni viku en fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að kröfur í þrotabúið hafi alls numið rúmlega 1,1 milljarði króna. „Samkvæmt úthlutunargerð var skiptatrygging að fjárhæð kr. 350.000 endurgreidd að fullu, auk þess sem kr. 294.271.293 greiddust upp í veðkröfur. Þá greiddust kr. 23.504.285 upp í almennar kröfur, eða 2,83 hundraðshlutar. Ekkert fékkst greitt upp í eftirstæðar kröfur,“ eins og því er lýst í Lögbirtingablaðinu. Faxafen ehf. var stofnað árið 2004 og var sem fyrr segir stofnað til að halda utan um rekstur fasteignar Hraðbrautar, en skólinn var starfræktur til ársins 2012. Samkvæmt ársreikningi Faxafens ehf. fyrir árið 2014 nam tap félagsins það árið rúmlega 24,5 milljónum króna og var bókfært eigið fé í árslok neikvætt um næstum 590 milljónir króna. Skuldir félagsins námu rúmlega 676 milljónum króna, að langstærstum hluta við Arion banka, og voru ekki nema um 114 þúsund krónur eftir í félaginu í árslok 2014.Sjá einnig: Greiddu sér 177 milljónir í arð DV greindi ítarlega frá málefnum skólans á sínum tíma en í umfjöllun blaðsins kom meðal annars fram að þau Ólafur og Borghildur hafi greitt sér 105 milljón króna arð út úr Faxafeni ehf. á árunum 2005 til 2008. Arðgreiðslurnar voru tilkomnar vegna leigusamnings sem rekstrarfélag Hraðbrautar, Hraðbraut ehf., sem jafnframt var í þeirra eigu, gerði við Faxafen ehf. Hjónin greiddu sér jafnframt tugmilljóna arð út úr Hraðbraut ehf. Arðgreiðslurnar voru gagnrýndar á sínum tíma og tók Ólafur til varna á Youtube, þar sem hann sagði ekkert athugavert við rekstur skólans.Þrátt fyrir að eiga að heita einkarekinn var rekstur menntaskólans fjármagnaður að 80 prósent leyti með opinberu fé en framlag íslenska ríkisins til Hraðbrautar nam rúmlega 1,1 milljarði króna á árunum 2003 til 2010. Heimildir Stundarinnar herma hins vegar að Hraðbraut hafi verið skuldlaus við ríkið. Skólinn hafi átt kröfu á hendur hinu opinbera því ríkið greiddi of lítið með hverjum nemenda á árunum 2010 til 2012. Skuld skólans við menntamálaráðuneytið hafi því að endingu verið skuldajöfnuð á móti þessari kröfu Hraðbrautar. Menntamálaráðuneytið óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri skólans árið 2010 eftir að upplýsingar lágu fyrir um fyrrnefndar arðgreiðslur. Niðurstaða úttektarinnar var á þá leið að Hraðbraut hafi ekki haft bolmagn til að greiða sér arð, auk þess sem skólinn hafi fengið of háar fjárveitingar frá hinu opinbera. Þá voru ekki gerðir kjarasamningar við kennara skólans og voru þeir því á umtalsvert lægri launum en kollegar þeirra í öðrum framhaldsskólum. Á meðal þess sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við var að 37 prósent af rekstrarútgjöldum skólans fóru í laun en í framhaldsskólum á vegum ríkisins er hlutfall launakostnaðar að jafnaði tvöfalt hærra eða um 75 prósent. Annar kostnaður, til að mynda við húsaleigu, var mun hærri en sem fyrr segir leigði skólinn húsnæði sitt af félagi þeirra hjóna. Gerð var tilraun til að blása lífi í Hraðbraut árið 2014 án nokkurrar aðkomu ríkisins. Til stóð að námið myndi kosta 890 þúsund krónur á ári og hefðu nemendur því greitt 1780 þúsund krónur fyrir stúdentsprófið, enda var einkennismerki Hraðbrautar að útskrifa nemendur á tveimur árum.Ekkert var þó af því. Aðeins 30 nemendur skráðu sig til leiks og þrátt fyrir að tekist hafi að smala saman í eina bekkjardeild hafi ekki nógu margir greitt skólagjöld til að rekstur skólans stæði undir sér.
Gjaldþrot Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Ég spyr þig Illugi! Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. 7. júní 2016 07:00 Greiddu sér 177 milljónir í arð Stjórnendur og eigendur Hraðbrautar greiddu sér 177 milljónir í arð úr skólanum og félögum tengdum honum. Skólinn er nú rekinn með tapi og rekststarforsendur hans sagðar hæpnar. 14. desember 2010 19:10 Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. 28. júní 2010 15:05 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56
Ég spyr þig Illugi! Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. 7. júní 2016 07:00
Greiddu sér 177 milljónir í arð Stjórnendur og eigendur Hraðbrautar greiddu sér 177 milljónir í arð úr skólanum og félögum tengdum honum. Skólinn er nú rekinn með tapi og rekststarforsendur hans sagðar hæpnar. 14. desember 2010 19:10
Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. 28. júní 2010 15:05