Fótbolti

Real hefur ekki áhuga á Mbappe og Neymar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mbappé í leik með PSG.
Mbappé í leik með PSG. vísir/getty
Real Madrid ætlar ekki að ná í Kylian Mbappe eða Neymar í sumar heldur verður allt púður sett í að fá Eden Hazard til félagsins. Þetta hefur ESPN eftir forseta félagsins Florentino Perez.

Mbappe og Neymar hafa verið orðaðir við Real síðustu misseri og ýtti Thomas Tuchel, stjóri PSG, undir orðróminn með því að segjast ekki geta tryggt að allir leikmenn liðsins verði áfram.

Perez sagði hins vegar í spænsku útvarpsviðtali að hann hafi ekki rætt við Zinedine Zidane um stjörnur PSG.

„Við höfum ekki rætt við Mbappe og munum ekki gera það. Á síðasta ári tilkynntum við að við værum ekki með áhuga á þeim. Ef það gerist að áhugi kemur upp þá munum við ræða við félagið.“

Þá sagðist Perez aldrei hafa rætt við Antoine Griezmann um að koma til Real.

Eini leikmaðurinn sem Perez sagðist vilja ná í í sumar er Belginn Eden Hazard.

„Hann er einn af þeim bestu sem eftir eru í fótboltaheiminum,“ sagði Perez.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×