Viðskipti innlent

Álver Rio Tinto tapaði ríflega fimm milljörðum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi.
Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með tapi upp á 42,1 milljón dala, jafnvirði um 5,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi, á síðasta ári, samkvæmt nýjum ársreikningi álversins. Til samanburðar tapaði álverið 3,3 milljónum dala árið 2017.

Sölutekjur Rio Tinto á Íslandi námu ríflega 555 milljónum dala, sem jafngildir um 69 milljörðum króna, á síðasta ári og jukust um 6,5 prósent frá fyrra ári þegar þær voru 521 milljón dala. Hins vegar jukust rekstrargjöld álversins um tæp 15 prósent í fyrra og voru um 600 milljónir dala, eða um 74 milljarðar króna, á árinu.

Í skýrslu stjórnar er tekið fram að markaðsaðstæður hafi verið mjög krefjandi í fyrra og álverð lágt en hins vegar hafi eftirspurn eftir afurðum álversins reynst góð. Framleiðslumet var sett í kerskálum þegar tæplega 213 þúsund tonn voru framleidd en á móti dróst framleiðsla saman í steypuskála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×