Engin viðhorfsbreyting orðið til Mannréttindadómstóls Evrópu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. maí 2019 06:15 Lyklaskipti voru höfð í ráðuneytinu 14. mars sl. Fréttablaðið/Stefán Engin viðhorfsbreyting hefur orðið í ráðuneytinu gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu að sögn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra. Í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn vísaði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til dómstólsins sem erlendrar nefndar sem hefði ekkert umboð frá sjálfstæðum Íslendingum. Vísaði Sigríður til dómsins í Landsréttarmálinu sem atlögu pólitískt kjörinna dómara í Strassborg að íslensku dómskerfi. „Það er ekki um neina viðhorfsbreytingu að ræða,“ segir Þórdís í svari við fyrirspurn blaðsins um hvort viðhorf ráðuneytisins til dómstólsins hafi breyst eftir dóminn og hvort fyrrgreind viðhorf Sigríðar endurspegli viðhorf ráðuneytisins. Þórdís segir málið flókið og með marga vinkla og því skiljanlega mismunandi skoðanir á því. Hún segist hlusta á öll sjónarmið enda felist oft mesta ábyrgðin í að gera stöðuna ekki verri með illfærum inngripum. „Ég er sem fyrr ekki þeirrar skoðunar að Ísland eigi að fella niður aðild sína að Mannréttindasáttmálanum og við höfum skuldbundið okkur að þjóðarétti til að fullnusta þá dóma sem upp eru kveðnir um Ísland,“ bætir Þórdís við og segir fullnustu þeirra falla ýmist í skaut dómstóla eða stjórnvalda. „Það er þó alveg skýrt að við höfum ekki framselt dómsvald til Evrópu,“ segir Þórdís og telur eðlilegt að stjórnvöld hafi óskað endurskoðunar á fordæmalausri niðurstöðu sem stangist á við dóm Hæstaréttar og fari inn á svið íslenskra dómstóla við túlkun á landslögum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Engin viðhorfsbreyting hefur orðið í ráðuneytinu gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu að sögn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra. Í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn vísaði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til dómstólsins sem erlendrar nefndar sem hefði ekkert umboð frá sjálfstæðum Íslendingum. Vísaði Sigríður til dómsins í Landsréttarmálinu sem atlögu pólitískt kjörinna dómara í Strassborg að íslensku dómskerfi. „Það er ekki um neina viðhorfsbreytingu að ræða,“ segir Þórdís í svari við fyrirspurn blaðsins um hvort viðhorf ráðuneytisins til dómstólsins hafi breyst eftir dóminn og hvort fyrrgreind viðhorf Sigríðar endurspegli viðhorf ráðuneytisins. Þórdís segir málið flókið og með marga vinkla og því skiljanlega mismunandi skoðanir á því. Hún segist hlusta á öll sjónarmið enda felist oft mesta ábyrgðin í að gera stöðuna ekki verri með illfærum inngripum. „Ég er sem fyrr ekki þeirrar skoðunar að Ísland eigi að fella niður aðild sína að Mannréttindasáttmálanum og við höfum skuldbundið okkur að þjóðarétti til að fullnusta þá dóma sem upp eru kveðnir um Ísland,“ bætir Þórdís við og segir fullnustu þeirra falla ýmist í skaut dómstóla eða stjórnvalda. „Það er þó alveg skýrt að við höfum ekki framselt dómsvald til Evrópu,“ segir Þórdís og telur eðlilegt að stjórnvöld hafi óskað endurskoðunar á fordæmalausri niðurstöðu sem stangist á við dóm Hæstaréttar og fari inn á svið íslenskra dómstóla við túlkun á landslögum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira