Segir völdum rænt um stundarsakir Sveinn Arnarson skrifar 29. maí 2019 06:30 Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Steingrímur J. Sigfússon „Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann. Hljóðið í öðrum þingmönnum er þungt þessa dagana og fer þolinmæði þverrandi með hverjum deginum sem líður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ósammála því að Miðflokkurinn hafi tekið völdin á þingi. „Það er hálf einkennileg túlkun þar sem forseti sjálfur er með dagskrárvaldið. Við höfum margoft boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim. Við erum öll af vilja gerð til að láta þingstörfin ganga vel,“ segir Sigmundur. „Hins vegar hefur umræðan verið góð og nýjar upplýsingar að koma á yfirborðið. Þær upplýsingar kalla á spurningar sem við viljum fá svör við. Því teljum við að það myndi flýta fyrir málinu ef stuðningsmenn tillögunnar gætu talað fyrir henni og veitt okkur þau svör sem við teljum okkur þurfa.“ Átta af níu nefndarmönnum í utanríkismálanefnd lögðu það til eftir meðferð í nefndinni, að málið yrði samþykkt. Aðeins Sigmundur Davíð vildi hafna tillögunni. „Við búum við ákveðnar leikreglur hér í þinginu. Þingviljinn birtist í atkvæðagreiðslu og það er miður ef þingmenn vilja ekki láta þingviljann ráða för,“ segir Steingrímur. „Ég hef áður beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast til að sú verði raunin. Þetta er algjört einsdæmi, að einn þingflokkur skuli halda uppi svona málþófi.“ Fréttablaðið hefur rætt við þingmenn sem segja að markmið Sigmundar sé að forseti eða þingmenn stöðvi umræðurnar á grundvelli þingskaparlaga. Hins vegar sé enginn tilbúinn til að láta það eftir honum. Menn telji það vera áætlun Sigmundar að þannig komi hann út sem sigurvegari í þessari störukeppni. Menn bíði hins vegar eftir því að Miðflokksmenn brotni og hætti málþófinu. Á meðan þessi pattstaða er uppi er þingið óstarfhæft að öðru leyti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
„Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann. Hljóðið í öðrum þingmönnum er þungt þessa dagana og fer þolinmæði þverrandi með hverjum deginum sem líður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ósammála því að Miðflokkurinn hafi tekið völdin á þingi. „Það er hálf einkennileg túlkun þar sem forseti sjálfur er með dagskrárvaldið. Við höfum margoft boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim. Við erum öll af vilja gerð til að láta þingstörfin ganga vel,“ segir Sigmundur. „Hins vegar hefur umræðan verið góð og nýjar upplýsingar að koma á yfirborðið. Þær upplýsingar kalla á spurningar sem við viljum fá svör við. Því teljum við að það myndi flýta fyrir málinu ef stuðningsmenn tillögunnar gætu talað fyrir henni og veitt okkur þau svör sem við teljum okkur þurfa.“ Átta af níu nefndarmönnum í utanríkismálanefnd lögðu það til eftir meðferð í nefndinni, að málið yrði samþykkt. Aðeins Sigmundur Davíð vildi hafna tillögunni. „Við búum við ákveðnar leikreglur hér í þinginu. Þingviljinn birtist í atkvæðagreiðslu og það er miður ef þingmenn vilja ekki láta þingviljann ráða för,“ segir Steingrímur. „Ég hef áður beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast til að sú verði raunin. Þetta er algjört einsdæmi, að einn þingflokkur skuli halda uppi svona málþófi.“ Fréttablaðið hefur rætt við þingmenn sem segja að markmið Sigmundar sé að forseti eða þingmenn stöðvi umræðurnar á grundvelli þingskaparlaga. Hins vegar sé enginn tilbúinn til að láta það eftir honum. Menn telji það vera áætlun Sigmundar að þannig komi hann út sem sigurvegari í þessari störukeppni. Menn bíði hins vegar eftir því að Miðflokksmenn brotni og hætti málþófinu. Á meðan þessi pattstaða er uppi er þingið óstarfhæft að öðru leyti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira