Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2019 11:00 Þjálfarar liðanna í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu hafa flestir tjáð sig um það að breyta þurfi leikjafyrirkomulagi deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. Nú í vikunni fara fram leikirnir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og um næstu helgi fer svo sjöunda umferð Pepsi Max-deildarinnar fram. Eftir það verður gert hlé vegna landsliðsverkefna. Þar á eftir munu liðin leika tvo leiki í deildinni í júní og þrjá leiki í heildina séu þau enn í leik í bikarnum. Það þýðir að farið er úr því að leika níu leiki á rúmlega 30 dögum í þrjá leiki á svipuðum dagafjölda. Í kjölfar þess munu þau lið sem taka ekki þátt í Evrópukeppni leika með um það bili viku millibili. Þegar fyrsta umferð deildarinnar var leikin var meira en mánuður síðan öll liðin nema ÍA og KR, sem fóru alla leið í úrslit Lengjubikarsins, léku keppnisleiki.Þurfum að færa Lengjubikarinn Fréttablaðið fékk tvo þjálfara í deildinni til þess að rekja sín sjónarmið varðandi leikjafyrirkomulagið en þess ber að geta að báðir tóku það skýrt fram að sama gilti um öll lið og þeir væru alls ekki að kvarta. „Það þarf, að mínu mati og flestra þeirra þjálfara sem ég hef rætt við, að endurskoða það hvenær Lengjubikarinn er spilaður. Það færi betur á því að ekki myndi líða meira en vika eða tíu dagar frá síðasta leik í Lengjubikarnum og fyrsta leik í deild eða bikar. Svo finnst mér leikið of þétt í upphafi tímabilsins í deild og bikar. Þetta er ekki nýtt vandamál, svona hefur fyrirkomulagið verið í langan tíma og umræðan hefur áður farið fram. Nú þarf bara að gera einhverjar breytingar næsta haust,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um málið. „Ég finn það vel á leikmönnum að álagið er farið að segja til sín og það á bæði við um yngri og eldri leikmenn. Hákon Ingi [Jónsson] er að glíma við vöðvatognun og Ólafur Ingi [Skúlason] hefur verið stífur aftan í læri. Leikmenn mínir og FH voru orðnir þreyttir þegar líða tók á leikinn um síðustu helgi. Spilamennska beggja liða síðustu 20 mínútur leiksins bar þess skýr merki að leikið hafði verið þétt fram að þeim leik og sendingar og aðrar aðgerðir ekki jafn vel framkvæmdar og ella. Leikurinn var spilaður á háu tempói í klukkutíma en leikmenn höfðu ekki kraft til þess að fylgja því eftir,“ segir Helgi enn fremur.Ættum að skoða að fjölga liðum Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, tekur í sama streng. Hann segir erfitt að skipuleggja sig fram í tímann og leikmannahópar liðanna ráði illa við það mikla álag sem verið hefur síðustu vikurnar. „Eftir leikinn við Vestra í bikarnum og Víking í deildinni höfum við spilað níu leiki á 33 dögum sem er leikur á rúmlega þriggja daga fresti. Það gefur augaleið að leikmenn ráða illa við það og endurheimt milli leikja verður ekki fullnægjandi. Svo tekur við rólegur kafli í júní og það er leikið á viku fresti yfir hásumarið þegar vellirnir eru hvað bestir og umgjörð leikja eins og best verður á kosið. Mótið er líka svo stutt að hver leikur er gríðarlega mikilvægur og þjálfarar freistast til þess að nota sömu leikmenn leik eftir leik. Þá eru leikmannahópar flestra liða bara svo þunnir að það er ekki möguleiki að rótera mikið milli leikja,“ segir Túfa. „Að mínu mati ættum við að spila 14 liða efstu deild og byrja fyrr og hætta seinna. Það eru sex lið í deildinni sem spila á gervigrasi núna og einhver lið með það í farvatninu að spila á velli sem getur verið klár í lengri tíma en eins og staðan er núna. Þess vegna gætum við hæglega spilað mótið á lengri kafla. Það myndi auka gæðin og auðvelda þjálfurum og leikmönnum að bæta leikmenn ef leikið væri með reglulegra millibili og sveiflurnar á dögum milli leikja minnkaðar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira
Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. Nú í vikunni fara fram leikirnir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og um næstu helgi fer svo sjöunda umferð Pepsi Max-deildarinnar fram. Eftir það verður gert hlé vegna landsliðsverkefna. Þar á eftir munu liðin leika tvo leiki í deildinni í júní og þrjá leiki í heildina séu þau enn í leik í bikarnum. Það þýðir að farið er úr því að leika níu leiki á rúmlega 30 dögum í þrjá leiki á svipuðum dagafjölda. Í kjölfar þess munu þau lið sem taka ekki þátt í Evrópukeppni leika með um það bili viku millibili. Þegar fyrsta umferð deildarinnar var leikin var meira en mánuður síðan öll liðin nema ÍA og KR, sem fóru alla leið í úrslit Lengjubikarsins, léku keppnisleiki.Þurfum að færa Lengjubikarinn Fréttablaðið fékk tvo þjálfara í deildinni til þess að rekja sín sjónarmið varðandi leikjafyrirkomulagið en þess ber að geta að báðir tóku það skýrt fram að sama gilti um öll lið og þeir væru alls ekki að kvarta. „Það þarf, að mínu mati og flestra þeirra þjálfara sem ég hef rætt við, að endurskoða það hvenær Lengjubikarinn er spilaður. Það færi betur á því að ekki myndi líða meira en vika eða tíu dagar frá síðasta leik í Lengjubikarnum og fyrsta leik í deild eða bikar. Svo finnst mér leikið of þétt í upphafi tímabilsins í deild og bikar. Þetta er ekki nýtt vandamál, svona hefur fyrirkomulagið verið í langan tíma og umræðan hefur áður farið fram. Nú þarf bara að gera einhverjar breytingar næsta haust,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um málið. „Ég finn það vel á leikmönnum að álagið er farið að segja til sín og það á bæði við um yngri og eldri leikmenn. Hákon Ingi [Jónsson] er að glíma við vöðvatognun og Ólafur Ingi [Skúlason] hefur verið stífur aftan í læri. Leikmenn mínir og FH voru orðnir þreyttir þegar líða tók á leikinn um síðustu helgi. Spilamennska beggja liða síðustu 20 mínútur leiksins bar þess skýr merki að leikið hafði verið þétt fram að þeim leik og sendingar og aðrar aðgerðir ekki jafn vel framkvæmdar og ella. Leikurinn var spilaður á háu tempói í klukkutíma en leikmenn höfðu ekki kraft til þess að fylgja því eftir,“ segir Helgi enn fremur.Ættum að skoða að fjölga liðum Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, tekur í sama streng. Hann segir erfitt að skipuleggja sig fram í tímann og leikmannahópar liðanna ráði illa við það mikla álag sem verið hefur síðustu vikurnar. „Eftir leikinn við Vestra í bikarnum og Víking í deildinni höfum við spilað níu leiki á 33 dögum sem er leikur á rúmlega þriggja daga fresti. Það gefur augaleið að leikmenn ráða illa við það og endurheimt milli leikja verður ekki fullnægjandi. Svo tekur við rólegur kafli í júní og það er leikið á viku fresti yfir hásumarið þegar vellirnir eru hvað bestir og umgjörð leikja eins og best verður á kosið. Mótið er líka svo stutt að hver leikur er gríðarlega mikilvægur og þjálfarar freistast til þess að nota sömu leikmenn leik eftir leik. Þá eru leikmannahópar flestra liða bara svo þunnir að það er ekki möguleiki að rótera mikið milli leikja,“ segir Túfa. „Að mínu mati ættum við að spila 14 liða efstu deild og byrja fyrr og hætta seinna. Það eru sex lið í deildinni sem spila á gervigrasi núna og einhver lið með það í farvatninu að spila á velli sem getur verið klár í lengri tíma en eins og staðan er núna. Þess vegna gætum við hæglega spilað mótið á lengri kafla. Það myndi auka gæðin og auðvelda þjálfurum og leikmönnum að bæta leikmenn ef leikið væri með reglulegra millibili og sveiflurnar á dögum milli leikja minnkaðar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira