Njarðvíkingarnir komu til bjargar í skrautlegum sigri á Möltubúum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 15:42 Elvar Már Friðriksson var frábær í dag. Mynd/KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2 Körfubolti Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2
Körfubolti Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira