Njarðvíkingarnir komu til bjargar í skrautlegum sigri á Möltubúum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 15:42 Elvar Már Friðriksson var frábær í dag. Mynd/KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2 Körfubolti Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2
Körfubolti Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira