Sunna: Hefði átt að láta strákana kýla mig fyrir bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. maí 2019 12:00 Sunna mun líklega berjast aftur við Curran á þessu ári. Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran
MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37
Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30
Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00