Þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir stuðning vegna Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. maí 2019 17:45 Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“ Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Liam Fox alþjóðaviðskiptamálaráðherra Bretlands er staddur í vinnuferð á Íslandi þar sem hann kynnir sér íslensk fyrirtæki og ræðir aukin viðskiptatengsl landanna tveggja við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra. Hann hefur einnig komið á framfæri þakklæti sínu við íslensk stjórnvöld sem hann segir hafa stutt við Bretland á meðan Brexit ferlinu hafi staðið. „Þetta er ein af þeim ríkisstjórnum sem hafa sýnt hvað mestan stuðning og hefur auðvitað komist að gagnkvæmu samkomulagi ef við göngum úr Evrópusambandinu án samnings,“ segir Fox og vísar þar til samkomulags sem undirritað var fyrr á árinu um verslun á milli ríkjanna ef Bretland gengur út án samnings. Hann segir Ísland og Bretland hafa gagnkvæman hag af viðskiptum eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Íslendingar hafi til dæmis fjárfest í breskum sjávarútvegi og Bretar líti til innviðauppbyggingar hér. „Það eru mörg tækifæri til innviðauppbyggingar á Íslandi. Til dæmis með fjölgun ferðamanna hér þarf að framkvæma við flugvöllinn. Það er eitthvað sem við Bretar hafa mikla reynslu af.“ Áður en Bretland og Ísland semji um framtíðarviðskipti þurfi hinsvegar að koma í ljós hvernig framtíðarsambandi Bretlands og Evrópusambandsins verði háttað. Nú á Íhaldsflokkurinn í viðræðum við verkamannaflokkinn um leiðir til að ljúka Brexit. Ein af lykiltillögum Verkamannaflokksins er tollabandalag með Evrópusambandinu. Fox segist alltaf tilbúinn að ræða við Verkamannaflokkinn en telur tillögur hans ekki uppfylla þau skilyrði sem eiga að felast í Brexit. „Ég er persónulega mjög andvígur tollabandalagi því það myndi hamla Bretlandi í að hafa sjálfstæða viðskiptastefnu,“ segir hann. Þá er hann ekki bjartsýnn á að viðræður nái að klárast fyrir Evrópuþingskosningar í lok mánaðar. Hann segir það skapa afar undarlega stöðu í Bretlandi. „Breskir kjósendur munu eiga erfitt með það ef við biðjum þá um að kjósa fulltrúa í stofnun sem þeir hafa þegar kosið að yfirgefa.“
Bretland Brexit Utanríkismál Tengdar fréttir Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15 Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32 Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45 Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Meirihluti Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit hafi verið slæm hugmynd Meirihluta Breta telur nú að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem haldin var árið 2016 hafi verið slæm hugmynd ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 23:15
Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn tapa sætum í sveitarstjórnum en Frjálslyndir demókratar bæta við sig. 3. maí 2019 07:32
Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. 24. apríl 2019 07:45
Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins. 4. maí 2019 22:47