Innlent

Sóttur með þyrlu eftir bílveltu við Stóru Giljá

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Einn var sóttur með þyrlu eftir bílslys í Húnavatnssýslu síðdegis.
Einn var sóttur með þyrlu eftir bílslys í Húnavatnssýslu síðdegis. FBL/ERNIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ökumann bifreiðar sem valt út af Þjóðvegi 1 laust eftir klukkan hálf fjögur í dag. Mbl.is greindi fyrst frá þessu.

„Bílslys varð í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Þjóðvegi 1 í nágrenni Stóru Giljá. Það var bifreið sem valt þarna og var óskað eftir aðstoð þyrlu við að sækja sjúklinginn,“ segir Guðmundur hjá Landhelgisgæslunni í samtali við fréttastofu.

Landhelgisgæslan fékk upplýsingar um slysið klukkan 15.37 og sendi strax þyrlu eftir sjúklingnum og var hann fluttur suður með þyrlu. Hinn slasaði var kominn á Landspítalann í Fossvogi klukkan 17.28. Ekki er vitað um líðan mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×