Listamenn vilja koma börnum í skákferð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 11. maí 2019 08:15 Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fjöldi þekktra myndlistarmanna hefur gefið verk sín á uppboð sem haldið verður á Eiðistorgi í dag milli klukkan 13 og 17. Ágóði uppboðsins verður nýttur í ferðakostnað barna á Laufásborg, en þau eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í skák í Rúmeníu. Boðin verða upp verk eftir þekkt listafólk á borð við Godd, Rán Flygenring, Lóu Hjálmtýsdóttur, Þránd Þórarinsson, Korkimon, Sunnu Ben og Hugleik ásamt fjölda annarra. Einnig verða til sölu verk eftir skákbörnin sjálf, snúðar frá Brauð og co. og heimagert lífrænt múslí. Katrín Oddsdóttir, einn af skipuleggjendum uppboðsins, segir að hún hafi fundið fyrir mikilli velvild fyrir verkefninu: „Við bjuggumst bara við að fá nokkrar myndir en svo bara sögðu allir já og voru til í að vera með“. Níu börn fara á mótið í Rúmeníu ásamt foreldrum sínum í lok maí og verða í tíu daga. Í fyrra fóru fjórar stúlkur á heimsmeistaramót í Albaníu og gekk vel þrátt fyrir ungan aldur að sögn Omars Hamed Aly Salama, þjálfara barnanna. „Það gekk mjög vel en við vorum ekki að leggja mikla áherslu á það að vinna. Frekar bara að koma og æfa, læra og hafa gaman og það gekk frábærlega. Sérstaklega vegna þess að stúlkurnar voru mjög ungar, geta varla farið á klósettið sjálfar en eru að tefla í HM í skák, þetta er bara stórt og mikið“. Jensína Edda Hermannsdóttir, skólastjóri Laufásborgar, segir skákkennsluna hafa þróast með tilkomu Omars á leikskólann. „Omar kom að vinna hérna á Laufásborg en hann er skákmeistari frá Egyptalandi, búinn að þjálfa landslið og kenna skák um allan heim, svo hann fór að kenna skák hér. Svo bara þróaðist það áfram og allt í einu erum við á leiðinni á stórmót.“ Jensína segir að mótið sé góð leið fyrir börnin til þess að kynnast börnum frá öðrum löndum og menningarheimi þeirra. „Skák sameinar fólk. Börnin þurfa ekki að tala sama tungumálið til þess að tefla. Þarna fá börnin tækifæri til þess að hitta börn sem þau myndu kannski annars aldrei hitta.“ Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu, aðeins fimm til sex ára, og hefur þátttaka þeirra vakið mikla athygli í skákheiminum að sögn Jensínu. „Þetta er bara er ótrúlega töff og þetta er ótrúlega merkilegt líka. Svo merkilegt að þetta setti skákheiminn á hliðina. Ein fremsta skákkona heims, Susan Polgár, kom að heimsækja okkur á Laufásborg í fyrra og þegar hún sá starfið í skólanum sagðist hún skilja hvernig okkur tókst að koma þessu verkefni í framkvæmd.“ Leiksólinn Laufásborg er rekinn af Hjallastefnunni sem á rætur sínar í íslensku þróunarstarfi. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Skák Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Fjöldi þekktra myndlistarmanna hefur gefið verk sín á uppboð sem haldið verður á Eiðistorgi í dag milli klukkan 13 og 17. Ágóði uppboðsins verður nýttur í ferðakostnað barna á Laufásborg, en þau eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í skák í Rúmeníu. Boðin verða upp verk eftir þekkt listafólk á borð við Godd, Rán Flygenring, Lóu Hjálmtýsdóttur, Þránd Þórarinsson, Korkimon, Sunnu Ben og Hugleik ásamt fjölda annarra. Einnig verða til sölu verk eftir skákbörnin sjálf, snúðar frá Brauð og co. og heimagert lífrænt múslí. Katrín Oddsdóttir, einn af skipuleggjendum uppboðsins, segir að hún hafi fundið fyrir mikilli velvild fyrir verkefninu: „Við bjuggumst bara við að fá nokkrar myndir en svo bara sögðu allir já og voru til í að vera með“. Níu börn fara á mótið í Rúmeníu ásamt foreldrum sínum í lok maí og verða í tíu daga. Í fyrra fóru fjórar stúlkur á heimsmeistaramót í Albaníu og gekk vel þrátt fyrir ungan aldur að sögn Omars Hamed Aly Salama, þjálfara barnanna. „Það gekk mjög vel en við vorum ekki að leggja mikla áherslu á það að vinna. Frekar bara að koma og æfa, læra og hafa gaman og það gekk frábærlega. Sérstaklega vegna þess að stúlkurnar voru mjög ungar, geta varla farið á klósettið sjálfar en eru að tefla í HM í skák, þetta er bara stórt og mikið“. Jensína Edda Hermannsdóttir, skólastjóri Laufásborgar, segir skákkennsluna hafa þróast með tilkomu Omars á leikskólann. „Omar kom að vinna hérna á Laufásborg en hann er skákmeistari frá Egyptalandi, búinn að þjálfa landslið og kenna skák um allan heim, svo hann fór að kenna skák hér. Svo bara þróaðist það áfram og allt í einu erum við á leiðinni á stórmót.“ Jensína segir að mótið sé góð leið fyrir börnin til þess að kynnast börnum frá öðrum löndum og menningarheimi þeirra. „Skák sameinar fólk. Börnin þurfa ekki að tala sama tungumálið til þess að tefla. Þarna fá börnin tækifæri til þess að hitta börn sem þau myndu kannski annars aldrei hitta.“ Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu, aðeins fimm til sex ára, og hefur þátttaka þeirra vakið mikla athygli í skákheiminum að sögn Jensínu. „Þetta er bara er ótrúlega töff og þetta er ótrúlega merkilegt líka. Svo merkilegt að þetta setti skákheiminn á hliðina. Ein fremsta skákkona heims, Susan Polgár, kom að heimsækja okkur á Laufásborg í fyrra og þegar hún sá starfið í skólanum sagðist hún skilja hvernig okkur tókst að koma þessu verkefni í framkvæmd.“ Leiksólinn Laufásborg er rekinn af Hjallastefnunni sem á rætur sínar í íslensku þróunarstarfi.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Skák Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira