Ólafur Ingi: Skil ekki að KSÍ setji þennan mann á þennan leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2019 21:53 Ólafur Ingi Skúlason er fyrirliði Fylkis. vísir/vilhelm Ólafur Ingi Skúlason var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Fylkis í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en vítaspyrna fór forgörðum hjá KR. Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Fylki stig í uppbótartíma eftir að Tobias Thomsen hafði komið KR yfir í fyrri hálfleik. „Gott stig, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við lágum á þeim hérna undir lokin og mér fannst við vera miklu betra liðið í seinni hálfleik, verðskuldað stig,“ sagði Ólafur Ingi, fyrirliði Fylkis, í leikslok. „Þetta var baráttuleikur en við byrjuðum ekki nógu vel. Vorum ekki tilbúnir í slaginn í byrjun, við náðum ekki að leysa út úr pressunni eins og við viljum og svo slökkvum við á okkur í horni, sem á ekki að gerast, og þeir fá auðvelt mark.“ Snemma leiks dæmdi Helgi Mikael Jónasson vítaspyrnu á Ólaf Inga eftir að Pálmi Rafn Pálmason féll niður í teignum. Við endursýningar virtust þeir einfaldlega hlaupa á hvorn annan og því hart að dæma vítaspyrnu. Ólafur var ekki lengi að svara því hvort þetta hefði átt að vera vítaspyrna, „nei,“ sagði hann einfaldlega. „Mér fannst dómarinn bara vera alveg hræðilega slakur í dag, ég verð bara að segja það. Mér fannst hann missa tökin á þessu.“ „Við áttumst við í Reykjavíkurmótinu líka, þessi tvö lið, og það eru yfirleitt miklir baráttuleikir. Hann dæmdi báða þá leiki líka og hafði engin tök á því heldur, þannig að ég skil ekki hvað þetta annars ágætisfólk hjá KSÍ er að gera með því að setja þennan mann á þennan leik.“ „Hann dæmdi illa á bæði lið fannst mér og það er ekkert honum að kenna úrslitin, en þetta var aldrei víti,“ sagði Ólafur Ingi. Aron Snær Friðriksson varði frá Pálma Rafni úr vítinu en Tobias Thomsen skoraði mark KR stuttu seinna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Fylkis í Pepsi Max deild karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en vítaspyrna fór forgörðum hjá KR. Valdimar Þór Ingimundarson tryggði Fylki stig í uppbótartíma eftir að Tobias Thomsen hafði komið KR yfir í fyrri hálfleik. „Gott stig, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við lágum á þeim hérna undir lokin og mér fannst við vera miklu betra liðið í seinni hálfleik, verðskuldað stig,“ sagði Ólafur Ingi, fyrirliði Fylkis, í leikslok. „Þetta var baráttuleikur en við byrjuðum ekki nógu vel. Vorum ekki tilbúnir í slaginn í byrjun, við náðum ekki að leysa út úr pressunni eins og við viljum og svo slökkvum við á okkur í horni, sem á ekki að gerast, og þeir fá auðvelt mark.“ Snemma leiks dæmdi Helgi Mikael Jónasson vítaspyrnu á Ólaf Inga eftir að Pálmi Rafn Pálmason féll niður í teignum. Við endursýningar virtust þeir einfaldlega hlaupa á hvorn annan og því hart að dæma vítaspyrnu. Ólafur var ekki lengi að svara því hvort þetta hefði átt að vera vítaspyrna, „nei,“ sagði hann einfaldlega. „Mér fannst dómarinn bara vera alveg hræðilega slakur í dag, ég verð bara að segja það. Mér fannst hann missa tökin á þessu.“ „Við áttumst við í Reykjavíkurmótinu líka, þessi tvö lið, og það eru yfirleitt miklir baráttuleikir. Hann dæmdi báða þá leiki líka og hafði engin tök á því heldur, þannig að ég skil ekki hvað þetta annars ágætisfólk hjá KSÍ er að gera með því að setja þennan mann á þennan leik.“ „Hann dæmdi illa á bæði lið fannst mér og það er ekkert honum að kenna úrslitin, en þetta var aldrei víti,“ sagði Ólafur Ingi. Aron Snær Friðriksson varði frá Pálma Rafni úr vítinu en Tobias Thomsen skoraði mark KR stuttu seinna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira