Flugviskubit Guðmundur Brynjólfsson skrifar 13. maí 2019 08:00 Það má vera öllum ljóst hvaða fólk það er sem á að vera með stöðugt „flugviskubit“ eða þjakað af „flugskömm“ – það er skríllinn. Ég og þú. Hin, þessi góðu sem í löngu máli og flúruðu segja okkur frá loftslagsvandanum, ætla sér ekki að fljúga neitt minna en þau hafa gert hingað til. Nei, þau ætla heldur að bæta í. Þannig flaug starfsfólk Umhverfisstofnunar helmingi fleiri ferðir til útlanda í fyrra en árið 2015. Sú sem stýrir því batteríi (gott orð batterí í þessu samhengi) segir að þau vilji endilega fljúga minna. En samt ætla starfsmenn hennar alls ekki að fljúga minna á þessu ári, heldur meira. Starfsmennirnir flugu 150 ferðir í fyrra. En ég má skammast mín. Ég flýg til útlanda tvisvar til þrisvar á ári hverju. Enda er ég skepna. Ég er skepna og umhverfisóþverri líkt og NATO-flugvélarnar sem hér æfa í boði Vinstri grænna (alveg sérstaklega) og hinna orkupakkanna í ríkisstjórninni. Hér spúa NATO-flugvélar eldi og brennisteini en það talar ekki nokkur maður um hvað það sé á við margar ferðir til Tenerife. Það er bara talað um mengun Tenerife-ferða þegar óbreytt alþýðufólk ætlar sér þangað í langþráð frí – það má skammast sín. Og öfugmælavísnasmiðirnir sem öllu ráða sjá ofsjónum yfir því að fólk fer í helgarferðir til Dublin eða Hamborgar, við þessi venjulegu, en vilja um leið endilega fjölga ferðamönnum og „vinna markvisst að því“ – líklega eiga þeir ferðamenn að koma fótgangandi. Kannski eru bundnar vonir við að þeir geti síðar komið í gegnum sæstreng. En auðvitað bara með því skilyrði að Alþingi samþykki þá gjörð. En samþykktir Alþingis eru einhver mesta hindrun sem hægt er að hugsa sér. Gott dæmi þar um eru smálánafyrirtækin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Það má vera öllum ljóst hvaða fólk það er sem á að vera með stöðugt „flugviskubit“ eða þjakað af „flugskömm“ – það er skríllinn. Ég og þú. Hin, þessi góðu sem í löngu máli og flúruðu segja okkur frá loftslagsvandanum, ætla sér ekki að fljúga neitt minna en þau hafa gert hingað til. Nei, þau ætla heldur að bæta í. Þannig flaug starfsfólk Umhverfisstofnunar helmingi fleiri ferðir til útlanda í fyrra en árið 2015. Sú sem stýrir því batteríi (gott orð batterí í þessu samhengi) segir að þau vilji endilega fljúga minna. En samt ætla starfsmenn hennar alls ekki að fljúga minna á þessu ári, heldur meira. Starfsmennirnir flugu 150 ferðir í fyrra. En ég má skammast mín. Ég flýg til útlanda tvisvar til þrisvar á ári hverju. Enda er ég skepna. Ég er skepna og umhverfisóþverri líkt og NATO-flugvélarnar sem hér æfa í boði Vinstri grænna (alveg sérstaklega) og hinna orkupakkanna í ríkisstjórninni. Hér spúa NATO-flugvélar eldi og brennisteini en það talar ekki nokkur maður um hvað það sé á við margar ferðir til Tenerife. Það er bara talað um mengun Tenerife-ferða þegar óbreytt alþýðufólk ætlar sér þangað í langþráð frí – það má skammast sín. Og öfugmælavísnasmiðirnir sem öllu ráða sjá ofsjónum yfir því að fólk fer í helgarferðir til Dublin eða Hamborgar, við þessi venjulegu, en vilja um leið endilega fjölga ferðamönnum og „vinna markvisst að því“ – líklega eiga þeir ferðamenn að koma fótgangandi. Kannski eru bundnar vonir við að þeir geti síðar komið í gegnum sæstreng. En auðvitað bara með því skilyrði að Alþingi samþykki þá gjörð. En samþykktir Alþingis eru einhver mesta hindrun sem hægt er að hugsa sér. Gott dæmi þar um eru smálánafyrirtækin.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun