Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2019 13:04 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. Lögmaður Ólafs segir hann tekinn við embætti á ný eftir að fimm konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðisbrot. Forsaga málsins er sú að biskup sendi Ólaf, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, þ.e. að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot m.a. með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða.Krafðist niðurfellingar á ákvörðun biskups Þann 5. desember síðastliðinn tilkynnti biskup Ólafi að ákveðið hefði verið að veita honum lausn frá embætti hans sem sóknarprestur við Grensásprestakalls um stundarsakir vegna málsins. Ólafur krafðist þess fyrir nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að ákvörðun biskups verði felld úr gildi. Biskup krafðist þess að nefndin rannsaki mál Ólafs svo upplýst verði hvort rétt sé að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embætti sínu. Vísaði biskup til þess að sú háttsemi sem Ólafi hafi verið gefin að sök í málunum væri tvímælalaust háttsemi sem geti sætt refsingu. Þá væru brot Ólafs ósamrýmanleg því hlutverki sem prestar þjóðkirkjunnar hafi gagnvart samstarfsmönnum og sóknarbörnum.Grensáskirkja. Í gær var greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna.Vísir/gvaMálið ekki nægilega upplýst Í áliti nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að ekki hafi verið nægilega í ljós leitt að grunur hafi verið um refsiverða háttsemi Ólafs þegar biskup ákvað að veita honum lausn. Við ákvörðunina hafi málið þannig ekki talist nægilega upplýst. Biskupi hafi því ekki verið rétt að veita Ólafi lausn frá störfum um stundarsakir frá og með 5. desember 2018. Þær ásakanir einar og sér, sem lágu til grundvallar ákvörðunar biskups, hafi ekki verið fullnægjandi og þar með hafi ekki verið uppfyllt skilyrði 26. greinar starfsmannalaga um lausn frá embætti. Þá er sérstaklega tekið fram í áliti nefndarinnar að hún taki ekki afstöðu til mögulegrar ætlaðrar refsiverðrar háttsemi Ólafs. Aftur tekinn við embætti og fær vangoldin laun Í gær var svo greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna. Í tilkynningu segir að séra María Ágústsdóttir, sem þjónað hefur sóknarprestsembætti Grensásprestakalls, muni halda því áfram til mánaðamóta. Séra Pálmi Matthíasson verður sóknarprestur í sameinuðu prestakalli, Fossvogsprestakalli, frá 1. júní næstkomandi. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir í samtali við fréttastofu að Ólafur sé tekinn við embætti á ný, þó ekki sé ljóst hvaða embætti um ræðir í ljósi sameiningar prestakallanna. Að sögn Einars hafi biskupsstofa jafnframt ákveðið að greiða Ólafi vangreidd laun „líkt og til tímabundins brottrekstrar hefði aldri komið.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá biskupsstofu vegna málsins. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. Lögmaður Ólafs segir hann tekinn við embætti á ný eftir að fimm konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðisbrot. Forsaga málsins er sú að biskup sendi Ólaf, sem er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana kvenna um ósæmilega hegðun hans í þeirra garð á kirkjulegum vettvangi. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar sem tók á málinu veturinn 2017. Að endingu komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið gegn tveimur kvennanna, þ.e. að í háttsemi hans hefði falist siðferðisbrot m.a. með því að faðma konurnar og lyft þeim upp og kysst þær á kinnarnar án samþykkis. Ekki var fallist á að um kynferðisbrot hefði verið að ræða.Krafðist niðurfellingar á ákvörðun biskups Þann 5. desember síðastliðinn tilkynnti biskup Ólafi að ákveðið hefði verið að veita honum lausn frá embætti hans sem sóknarprestur við Grensásprestakalls um stundarsakir vegna málsins. Ólafur krafðist þess fyrir nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að ákvörðun biskups verði felld úr gildi. Biskup krafðist þess að nefndin rannsaki mál Ólafs svo upplýst verði hvort rétt sé að veita honum lausn að fullu eða láta hann taka aftur við embætti sínu. Vísaði biskup til þess að sú háttsemi sem Ólafi hafi verið gefin að sök í málunum væri tvímælalaust háttsemi sem geti sætt refsingu. Þá væru brot Ólafs ósamrýmanleg því hlutverki sem prestar þjóðkirkjunnar hafi gagnvart samstarfsmönnum og sóknarbörnum.Grensáskirkja. Í gær var greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna.Vísir/gvaMálið ekki nægilega upplýst Í áliti nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að ekki hafi verið nægilega í ljós leitt að grunur hafi verið um refsiverða háttsemi Ólafs þegar biskup ákvað að veita honum lausn. Við ákvörðunina hafi málið þannig ekki talist nægilega upplýst. Biskupi hafi því ekki verið rétt að veita Ólafi lausn frá störfum um stundarsakir frá og með 5. desember 2018. Þær ásakanir einar og sér, sem lágu til grundvallar ákvörðunar biskups, hafi ekki verið fullnægjandi og þar með hafi ekki verið uppfyllt skilyrði 26. greinar starfsmannalaga um lausn frá embætti. Þá er sérstaklega tekið fram í áliti nefndarinnar að hún taki ekki afstöðu til mögulegrar ætlaðrar refsiverðrar háttsemi Ólafs. Aftur tekinn við embætti og fær vangoldin laun Í gær var svo greint frá því að ákveðið hefði verið að leggja niður embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli, embætti Ólafs, þann 1. júní næstkomandi með sameiningu prestakallanna. Í tilkynningu segir að séra María Ágústsdóttir, sem þjónað hefur sóknarprestsembætti Grensásprestakalls, muni halda því áfram til mánaðamóta. Séra Pálmi Matthíasson verður sóknarprestur í sameinuðu prestakalli, Fossvogsprestakalli, frá 1. júní næstkomandi. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir í samtali við fréttastofu að Ólafur sé tekinn við embætti á ný, þó ekki sé ljóst hvaða embætti um ræðir í ljósi sameiningar prestakallanna. Að sögn Einars hafi biskupsstofa jafnframt ákveðið að greiða Ólafi vangreidd laun „líkt og til tímabundins brottrekstrar hefði aldri komið.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá biskupsstofu vegna málsins.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Séra Ólafur sakar konurnar fimm um samantekin ráð Lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju, telur að fimm konur sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni hafi samhæft atvikalýsingu. Ólíklegt þykir að hann snúi aftur til starfa á árinu á meðan áfrýjunarnefnd hefur málin til meðferðar. Hann þvertekur fyrir að hafa sýnt það hátterni sem konurnar lýsa. 26. mars 2018 06:00