Claire Denis heiðursgestur RIFF Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:06 Claire Denis er þekkt frönsk kvikmyndagerðarkona. vísir/getty Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira