Guardiola sagði leikmönnum sínum ekki að gleyma heldur lifa með sársaukanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 09:00 Pep Guardiola eftir að mark Raheem Sterling var dæmt af í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira