Að leyfa sér að líða Arnar Sveinn Geirsson skrifar 17. maí 2019 10:00 Í gær voru 16 ár síðan mamma dó eftir baráttu við krabbamein í annað sinn. Þessi dagur vekur upp mjög blendnar tilfinningar, alveg eins og afmælisdagurinn hennar, jólin, stórir dagar í mínu lífi og fleiri dagar þar sem fjölskylda og vinir eru manni efst í huga. En það sem var öðruvísi við 16. maí 2019 samanborið við 16. maí 15 ár þar á undan var að hann var ekki óbærilegur. Hann setti mig ekki úr jafnvægi og ég gerði ekki allt sem í mínu valdi stóð til þess að gleyma því hvaða dagur væri. Ég fór ekki niður á botninn. Þegar mamma dó var ég ekki bara að missa mömmu, heldur var ég líka að missa minn besta vin. Við bjuggum mikið erlendis og þar af leiðandi vorum við mamma meira saman en kannski gengur og gerist. Þess vegna reyndist áfallið kannski þeim mun þyngra. Tíminn leið og ég hafði tekið ákvörðun um það að ég ætlaði að vera sterkur, jákvæður og glaður sama á hverju gengi. Þegar að þessir erfiðu dagar komu að þá fór ég enn ýktar út í gleðina og jákvæðnina. Ég ætlaði sannarlega ekki að hleypa hræðilegum tilfinningum eins og sorginni og söknuðinum að. Og ég gerði það ekki, þær fengu ekki að komast að. En hægt og rólega fór það að eiga við um allar aðrar tilfinningar líka. Ég útilokaði ekki bara þessar vondu og hræðilegu tilfinningar heldur lokaði ég líka á gleðina og hamingjuna. Þetta gerði ég í tæp 15 ár. Þar til að ég lenti á vegg í byrjun árs 2018 sem ég gat ekki brotið niður. Í samfélaginu sem við lifum í dag er komin sú pressa að við séum alltaf hamingjusöm. Við megum ekki leyfa okkur að finna til. Þegar þessar erfiðu tilfinningar koma, eins og söknuður og sorg, að þá á maður um leið að bregðast við því. Það er heill iðnaður þarna úti sem segir okkur að við verðum að bregðast við því. Hamingjuiðnaður. Við eigum að ná í eitthvað app sem síðan segir okkur að hugleiða í tíu mínútur, kaupa bók sem á að leysa allar lífsins ráðgátur, eða bregðast allavega við á einhvern hátt þannig þessar tilfinningar komist nú ekki upp með það að koma í heimsókn. Nú er ég ekki að segja að hugleiðsla sé slæm, eða sjálfshjálparbækur, eða markþjálfar, eða hvað sem það er. Þvert á móti gerir það eflaust öllum gott að hugleiða og lesa góða bók og hlusta á aðra og fá þannig önnur sjónarhorn og aðra vinkla á lífið. En iðnaðurinn gengur ekki út á það og pressan í samfélaginu gengur ekki út á það. Þetta er farið að ganga út á það að við megum ekki fara þangað. Við megum ekki verða leið eða sorgmædd. Það er enginn tími fyrir það. Eins og fyrr sagði forðaðist ég allt þetta erfiða sem kom upp. Ég forðaðist þessar erfiðu tilfinningar. Ég leyfði mér ekki að sakna mömmu og ég leyfði mér ekki að vera sorgmæddur. En það eina sem það gerði var að það ýtti gleðinni líka í burtu, það ýtti raunverulegu hamingjunni í burtu. Allt í einu var ég farinn að gleyma mömmu, lyktinni af henni, röddinni hennar, hvernig hún hló. Allt í einu gat ég ekki lokað augunum og séð hana fyrir mér. Það er einfaldlega þannig að maður getur ekki bara valið sér það góða og ætla að sleppa því erfiða. Fyrir mér er þetta eins og alda sem kemur yfir, en aldan hún hverfur síðan og fer. Það gerist nákvæmlega það sama með þessar tilfinningar, þær koma og við þurfum bara að vita og vera viss um það þær fara á endanum. Við þurfum að taka á móti þeim og vera tilbúin að vinna með þær. Þær eru partur af því sem við erum og partur af lífinu okkar. Þegar ég gat loksins sleppt tökunum á því að ætla alltaf að vera glaður og jákvæður og leyfði mér vera leiður eða mega sakna að þá fóru dagarnir að verða auðveldari. Ég leyfði því að koma sem kom. Ég tók á móti öldunni, viss um það að hún myndi ekki vera yfir mér að eilífu. Fyrir vikið eru skiptin sem aldan kemur yfir orðin auðveldari og aldan fer hraðar yfir. Í gær þá leyfði ég mér að sakna mömmu og ég sakna hennar alveg ofboðslega. Mig langar svo að þekkja hana sem fullorðinn maður. Mig langar svo að sýna henni allt það sem ég er að gera. Mig langar svo að knúsa hana. Ég leyfði þessu öllu að koma og fara í gegnum huga minn. Gærdagurinn var erfiður, en hann var ekki óbærilegur. Í dag hugsa ég til gærdagsins og þykir vænt um hann. Af því að í miðjum söknuðinum sem oft getur verið alveg ofboðslega erfiður að þá tengist ég mömmu hvað mest. Þá finn ég hvað mest fyrir henni. Þá sé ég hana svo skýrt. Af því að ég leyfði mér að líða eins og mér leið að þá var 16. maí 2019 yndislegur dagur. Hann veitti mér raunverulega gleði og raunverulega hamingju. Leyfum okkur að líða, hvernig sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í gær voru 16 ár síðan mamma dó eftir baráttu við krabbamein í annað sinn. Þessi dagur vekur upp mjög blendnar tilfinningar, alveg eins og afmælisdagurinn hennar, jólin, stórir dagar í mínu lífi og fleiri dagar þar sem fjölskylda og vinir eru manni efst í huga. En það sem var öðruvísi við 16. maí 2019 samanborið við 16. maí 15 ár þar á undan var að hann var ekki óbærilegur. Hann setti mig ekki úr jafnvægi og ég gerði ekki allt sem í mínu valdi stóð til þess að gleyma því hvaða dagur væri. Ég fór ekki niður á botninn. Þegar mamma dó var ég ekki bara að missa mömmu, heldur var ég líka að missa minn besta vin. Við bjuggum mikið erlendis og þar af leiðandi vorum við mamma meira saman en kannski gengur og gerist. Þess vegna reyndist áfallið kannski þeim mun þyngra. Tíminn leið og ég hafði tekið ákvörðun um það að ég ætlaði að vera sterkur, jákvæður og glaður sama á hverju gengi. Þegar að þessir erfiðu dagar komu að þá fór ég enn ýktar út í gleðina og jákvæðnina. Ég ætlaði sannarlega ekki að hleypa hræðilegum tilfinningum eins og sorginni og söknuðinum að. Og ég gerði það ekki, þær fengu ekki að komast að. En hægt og rólega fór það að eiga við um allar aðrar tilfinningar líka. Ég útilokaði ekki bara þessar vondu og hræðilegu tilfinningar heldur lokaði ég líka á gleðina og hamingjuna. Þetta gerði ég í tæp 15 ár. Þar til að ég lenti á vegg í byrjun árs 2018 sem ég gat ekki brotið niður. Í samfélaginu sem við lifum í dag er komin sú pressa að við séum alltaf hamingjusöm. Við megum ekki leyfa okkur að finna til. Þegar þessar erfiðu tilfinningar koma, eins og söknuður og sorg, að þá á maður um leið að bregðast við því. Það er heill iðnaður þarna úti sem segir okkur að við verðum að bregðast við því. Hamingjuiðnaður. Við eigum að ná í eitthvað app sem síðan segir okkur að hugleiða í tíu mínútur, kaupa bók sem á að leysa allar lífsins ráðgátur, eða bregðast allavega við á einhvern hátt þannig þessar tilfinningar komist nú ekki upp með það að koma í heimsókn. Nú er ég ekki að segja að hugleiðsla sé slæm, eða sjálfshjálparbækur, eða markþjálfar, eða hvað sem það er. Þvert á móti gerir það eflaust öllum gott að hugleiða og lesa góða bók og hlusta á aðra og fá þannig önnur sjónarhorn og aðra vinkla á lífið. En iðnaðurinn gengur ekki út á það og pressan í samfélaginu gengur ekki út á það. Þetta er farið að ganga út á það að við megum ekki fara þangað. Við megum ekki verða leið eða sorgmædd. Það er enginn tími fyrir það. Eins og fyrr sagði forðaðist ég allt þetta erfiða sem kom upp. Ég forðaðist þessar erfiðu tilfinningar. Ég leyfði mér ekki að sakna mömmu og ég leyfði mér ekki að vera sorgmæddur. En það eina sem það gerði var að það ýtti gleðinni líka í burtu, það ýtti raunverulegu hamingjunni í burtu. Allt í einu var ég farinn að gleyma mömmu, lyktinni af henni, röddinni hennar, hvernig hún hló. Allt í einu gat ég ekki lokað augunum og séð hana fyrir mér. Það er einfaldlega þannig að maður getur ekki bara valið sér það góða og ætla að sleppa því erfiða. Fyrir mér er þetta eins og alda sem kemur yfir, en aldan hún hverfur síðan og fer. Það gerist nákvæmlega það sama með þessar tilfinningar, þær koma og við þurfum bara að vita og vera viss um það þær fara á endanum. Við þurfum að taka á móti þeim og vera tilbúin að vinna með þær. Þær eru partur af því sem við erum og partur af lífinu okkar. Þegar ég gat loksins sleppt tökunum á því að ætla alltaf að vera glaður og jákvæður og leyfði mér vera leiður eða mega sakna að þá fóru dagarnir að verða auðveldari. Ég leyfði því að koma sem kom. Ég tók á móti öldunni, viss um það að hún myndi ekki vera yfir mér að eilífu. Fyrir vikið eru skiptin sem aldan kemur yfir orðin auðveldari og aldan fer hraðar yfir. Í gær þá leyfði ég mér að sakna mömmu og ég sakna hennar alveg ofboðslega. Mig langar svo að þekkja hana sem fullorðinn maður. Mig langar svo að sýna henni allt það sem ég er að gera. Mig langar svo að knúsa hana. Ég leyfði þessu öllu að koma og fara í gegnum huga minn. Gærdagurinn var erfiður, en hann var ekki óbærilegur. Í dag hugsa ég til gærdagsins og þykir vænt um hann. Af því að í miðjum söknuðinum sem oft getur verið alveg ofboðslega erfiður að þá tengist ég mömmu hvað mest. Þá finn ég hvað mest fyrir henni. Þá sé ég hana svo skýrt. Af því að ég leyfði mér að líða eins og mér leið að þá var 16. maí 2019 yndislegur dagur. Hann veitti mér raunverulega gleði og raunverulega hamingju. Leyfum okkur að líða, hvernig sem er.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun