Sjálfbær og ábyrg ferðaþjónusta Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 17. maí 2019 09:38 Sem áfangastaður ferðamanna er Ísland um margt öðruvísi en aðrir áfangastaðir í heiminum með tilliti til veðurfars, náttúru og innviða. Íslensk ferðaþjónusta vill byggja á sjálfbærum grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Náttúra Íslands er þar einn lykilþátturinn og segja má að hún sé viðkvæm allan ársins hring, allt landið um kring. Íslandsstofa hefur með samstarfsaðilum lagt sérstaka áherslu á að hvetja ferðamenn til þess að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti undanfarin ár. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að kynna fyrir ferðamönnum Íslenska loforðið, „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland (www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge). Íslenska loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður til að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera viðbúinn öllum veðrum á ferðalagi um Ísland. Við teljum að með með því að vinna sameiginlega að því að hvetja ferðamenn og söluaðila Íslandsferða til þess að samþykkja þetta loforð getum við haft jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á Íslandi sem stuðlar að sjálfbærni til framtíðar. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta hefur vakið athygli erlendis bæði á meðal fjölmiðla sem og annarra áfangastað með hliðsjón af sjálfbærni og stjórnunar áfangastaða en m.a. hafa Hawai, Palou og Nýja Sjáland tekið upp sambærilegt form. Við viljum hvetja alla í ferðaþjónustunni, hvort sem þeir eru í sölu- og markaðsstarfi, mótttöku ferðamanna, leiðsögumenn eða hafa á einhvern hátt snertingu við ferðamenn að minna á Icelandic Pledge loforðin. Það má gera með því að deila loforðinu (vefslóðinni) á samfélagslmiðlum og vefmiðlum, ásamt því að hafa loforðin sýnileg fyrir viðskiptavinum og gestum á heimasíðum og í öðrum samskiptum, eða með plakötum og borðspjöldum sem hægt er að nálgast hjá Íslandsstofu. Þá er einnig hnappur í mótttökusal á flugvellinum í Keflavík þar sem hægt er að hefja ferðina á því að samþykkja loforðin. Við sjálf þurfum síðan öll að sýna ábyrgð í því hvað við sýnum á samfélagsmiðlum og hvernig við markaðssetjum og auglýsum áfangastaðinn. Það er ekki bara Íslandsstofu, heldur allra þeirra sem koma að því að gera auglýsingar og miðla á samfélagsmiðlum, eru í almannatengslum og eiga á einhvern hátt samskipti við ferðamenn á leið hingað, sem eru komnir hingað eða hafa áhuga á því að koma til Íslands. Þar má telja auglýsingastofur, ferðaþjónustufyrirtæki, leiðsögumenn, leigubílstjóra, verslunar- og veitingafólk og svo mætti lengi telja. Tökum höndum saman og hvetjum til ábyrgrar ferðahegðunar – sem stuðlar að sjálfbærni áfangastaðarins til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Sem áfangastaður ferðamanna er Ísland um margt öðruvísi en aðrir áfangastaðir í heiminum með tilliti til veðurfars, náttúru og innviða. Íslensk ferðaþjónusta vill byggja á sjálfbærum grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Náttúra Íslands er þar einn lykilþátturinn og segja má að hún sé viðkvæm allan ársins hring, allt landið um kring. Íslandsstofa hefur með samstarfsaðilum lagt sérstaka áherslu á að hvetja ferðamenn til þess að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti undanfarin ár. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að kynna fyrir ferðamönnum Íslenska loforðið, „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland (www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge). Íslenska loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður til að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera viðbúinn öllum veðrum á ferðalagi um Ísland. Við teljum að með með því að vinna sameiginlega að því að hvetja ferðamenn og söluaðila Íslandsferða til þess að samþykkja þetta loforð getum við haft jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á Íslandi sem stuðlar að sjálfbærni til framtíðar. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta hefur vakið athygli erlendis bæði á meðal fjölmiðla sem og annarra áfangastað með hliðsjón af sjálfbærni og stjórnunar áfangastaða en m.a. hafa Hawai, Palou og Nýja Sjáland tekið upp sambærilegt form. Við viljum hvetja alla í ferðaþjónustunni, hvort sem þeir eru í sölu- og markaðsstarfi, mótttöku ferðamanna, leiðsögumenn eða hafa á einhvern hátt snertingu við ferðamenn að minna á Icelandic Pledge loforðin. Það má gera með því að deila loforðinu (vefslóðinni) á samfélagslmiðlum og vefmiðlum, ásamt því að hafa loforðin sýnileg fyrir viðskiptavinum og gestum á heimasíðum og í öðrum samskiptum, eða með plakötum og borðspjöldum sem hægt er að nálgast hjá Íslandsstofu. Þá er einnig hnappur í mótttökusal á flugvellinum í Keflavík þar sem hægt er að hefja ferðina á því að samþykkja loforðin. Við sjálf þurfum síðan öll að sýna ábyrgð í því hvað við sýnum á samfélagsmiðlum og hvernig við markaðssetjum og auglýsum áfangastaðinn. Það er ekki bara Íslandsstofu, heldur allra þeirra sem koma að því að gera auglýsingar og miðla á samfélagsmiðlum, eru í almannatengslum og eiga á einhvern hátt samskipti við ferðamenn á leið hingað, sem eru komnir hingað eða hafa áhuga á því að koma til Íslands. Þar má telja auglýsingastofur, ferðaþjónustufyrirtæki, leiðsögumenn, leigubílstjóra, verslunar- og veitingafólk og svo mætti lengi telja. Tökum höndum saman og hvetjum til ábyrgrar ferðahegðunar – sem stuðlar að sjálfbærni áfangastaðarins til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar