Lífið

Internetgoðsögnin Grumpy cat er öll

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Grumpy cat, netgoðsögnin, drapst á þriðjudag eftir að hafa gengist undir aðgerð.
Grumpy cat, netgoðsögnin, drapst á þriðjudag eftir að hafa gengist undir aðgerð. Vísir/getty
Grumpy cat, læðan fúllynda sem vann hug og hjörtu netverja með skeifu sinni, er dauð. Í yfirlýsingu eigenda hennar segir að hún hafi drepist á þriðjudag, sjö ára að aldri.

Banameinið er sagt fylgikvillar aðgerðar sem hún gekkst undir vegna þvagfærasýkingar. Hún drapst í faðmi fjölskyldu sinnar í Arizona í Bandaríkjunum.

Frægðarsól Grumpy cat, sem gekk í raun undir nafninu Tardar Sauce, reis hratt árið 2012 eftir að myndum af henni með fýlusvip var dreift á netinu. Umræddur fýlusvipur, sem var viðvarandi á andliti læðunnar, var af völdum dvergvaxtar.

Grumpy cat naut mikillar hylli og var tíður gestur á sjónvarpsskjám vestanhafs. Hún státar af yfir tveimur milljónum fylgjenda á Instagram og vaxstytta af henni var afhjúpuð árið 2015 á Madame Tussauds-safninu í San Fransisco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×