Erlent

CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína

Andri Eysteinsson skrifar
Kevin Mallory var útsendari CIA og seldi kínverjum viðkvæmar upplýsingar.
Kevin Mallory var útsendari CIA og seldi kínverjum viðkvæmar upplýsingar. Getty/Bloomberg
Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Guardian greinir frá.

Hinn 62 ára gamli Kevin Mallory var ákærður og nú fangelsaður fyrir að hafa selt kínverskum stjórnvöldum trúnaðarupplýsingar sem varða varnarmál Bandaríkjanna. Mallory, sem talar reiprennandi mandarín kínversku er sagður hafa selt fulltrúa kínversku leyniþjónustunnar upplýsingar fyrir 25.000 dali í ferðum sínum til Kína í mars og apríl 2017.

Mallory er fyrrverandi hermaður en eftir að herþjónustu hans lauk hóf hann störf innan CIA og starfaði þar fyrir leyniþjónustudeild innanríkisráðuneytisins áður en honum var falið að vinna að leynilegum verkefnum fyrir CIA.

Mallory er ekki eini fyrrum leyniþjónustumaðurinn sem dæmdur hefur verið sekur um að selja upplýsingar til Kína. Ron Hansen, Candace Marie Claiborne og Jerry Chun Shing Lee hafa öll játað njósnir í þágu Kína og eiga yfir höfði sér frá 15 ára til lífstíðarfangelsis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×