Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 12:47 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira