Hömlulaus og ofsafengin atlaga að bróður sem mátti sín lítils Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 14:47 Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars þegar Valur varð valdur að dauða Ragnars bróður síns. Vísir/Magnús Hlynur Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Af þeim sökum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Landsrétti í dag en hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Í niðurstöðu Landsréttar segir að árás Vals hafi verið hömlulaus og ásetningur verið klár. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan tvö í dag. Í niðurstöðu Landsréttar segir að ljóst sé að Valur hafi veist að Ragnari með mörgum, þungum hnefahöggum og spörkum. Hann hafi ekki látið af atlögunni þótt Ragnari félli í gólfið og gæti sér þar litla eða enga björg veitt. Þótt gögn málsins beri með sér að einhver átök hafi verið á milli bræðranna þykir Landsrétti ljóst að Valur hafði þar algjöra yfirburði og hlaut aðeins smávægilega áverka af. „Af niðurstöðum krufningar og blóðferlagreiningar verður ráðið að ákærði hafi veitt (Ragnari) högg eða spörk í höfuðið þar sem hann var í álútri stöðu eða kominn niður á hnén og sparkað eða stappað á höfði hans og líkama þar sem hann lá í gólfinu,“ segir í dómi Landsréttar. Ragnar lést af völdum höfuðáverka en áverkar í brjóst- og kviðarholi voru einnig banvænir. Samkvæmt vitnisburði Sebastian Kuntz réttarmeinafræðings voru þeir áverkar veittir Ragnari þegar hann var orðinn meðvitundarlítill eða meðvitundarlaus vegna höfuðhögga, jafnvel að honum látnum. Var Valur dæmdur til að greiða börnum Ragnars þrjár milljónir króna hverju í miskabætur og sömuleiðis 200 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. 3. maí 2019 14:06